22.1.19

Barnabókaflóðið í Norræna húsinuÍ haust fórum við á sýninguna Barnabókaflóðið í Norræna húsinu. Sýningin stendur til 30. apríl 2019 og er opin alla daga. Aðgangur er ókeypis.


Þetta er kjörinn áfangastaður ef manni langar að gera sér glaðan dag með gormum á aldrinum 5-11 ára. Sýningin sjálf er ævintýraleg en verður ekki minna ævintýraleg ef gormarnir fá að gera sérstaka ferð úr þessu t.d. að fara hjólandi eða í strætó og taka nesti með.


Sýningin er gagnvirk þannig að gormarnir geta gert ýmislegt skemmtilegt á leið sinni í gegnum sýninguna.


Til dæmis að útbúa vegabréf og stimpla í það um leið og þau fara í gegnum sýninguna


Það eru fjölbreytt verkefni í boði, mér fannst skemmtilegt að kubba ljóð um loðnar kjötbollur


á meðan gormurinn gleymdi sér alveg sem skipstjóri!


Við mægðin mælum með Barnabókaflóðinu ;-)