14.6.18

Þjóðlegt skraut


Það er ærin ástæða til þess að skreyta þjóðlega næstu daga. Þjóðhátíðardagurinn framundan svo ekki sé minnst á heimsmeistarakeppnina í fótbolta í Rússlandi þar sem ÍSLAND tekur auðvitað þátt!


 Þrátt fyrir fjarveru sumarsins hingað til er lúpínan tekin við sér og auðvelt að skella fallegri lúpínu í vasa.


Hérna sjást undurfallegu gleym-mér-einar í staupglasinu betur


hérna sést bakkinn með heimatilbúinn fánalengju og dagatali sem að guttinn bjó til í leikskólanum.

Fánalengjuna góðu gerði ég fyrir mörgum árum úr munsturlímböndum og nota alltaf aftur og aftur.


Eitt árið skellti ég íslensku birki í vasann


og setti þrenningarfjólur í staupglasið. 
Þetta árið eru engar þrenningarfjólur komnar í garðinn minn því miður en ég hef fundið gleym-mér-ei. Mér finnst eitthvað svo viðeigandi að setja svona smá og falleg villt íslensk blóm í vasa og verður alltaf hugsað til þjóðsöngsins og "eilífðar smáblómsins með titrandi tár".

Kerfillinn er aðeins byrjaður að taka við sér í náttúrunni og ég er ekki frá því að hann verði fyrir valinu í ár.

Ég held að það sé bara ein leið til að enda þessa færslu:
ÁFRAM ÍSLAND!