Nú þegar sól fer hækkandi á lofti og það styttist í að guttinn verði 7 ára er við hæfi að sýna ykkur myndir úr 6 ára afmælinu síðasta sumar.
Guttinn óskaði eftir Pokémon afmæli enda afar áhugasamur um pokémonspjöld og að spila með þeim.
Þegar hann vaknaði á afmælisdaginn var ég búin að gera smá uppstillingu með pökkunum
Í fjölskyldu afmælinu var boðið upp á hakk&pasta að ósk afmælisbarnsins. Í boði var bæði kjötsósa og grænmetissósa, lífrænt pasta og heimatilbúna pestóið setti punktinn fyrir i-ið. Börn og fullorðnir borðuðu á sig gat eins og vera ber!
Við borðið var smá skraut sem glittir í efst á þessari mynd; útprentuð pokémon mynd sem að gormarnir gleymdu sér við að skoða, enda allir afar áhugasamir um pokémon þetta sumarið. Einnig má sjá perlaðan Pikachu eftir afmælisbarnið, ljósaskilti og tölustafinn 6 (fékkst í Sösterne).
Sex ára töffarar "dab-a" auðvitað þegar reynt er að taka mynd af þeim!
Borðskrautið var afar einfalt, fengum lánaðan Pikachu og settum hann á stall. Svo fann ég Pokémon mynd í þokkalegum gæðum, prentaði út í A4 stærð, plastaði og notaði sem diskamottur.
Ég var nú ekkert of ánægð með útkomuna en gormarnir í afmælinu gleymdu sér alveg við að skoða hina ólíkustu Pokémona og voru hæstánægðir að fá að eiga "diskamottuna".
Afmæliskakan var auðvitað á sínum stað, frönsk súkkulaðikaka að ósk guttans.
Ég nota nær alltaf sömu aðferðina við að skreyta afmæliskökuna, prenta út eitthvað tengt þemanu og líma á grillpinna, það er svo dásamlega einfalt og kemur ávallt vel út.
Á þessari mynd sést líka hvernig ég skreytti borðið í stíl við pokémon kúlu.
Hvítt borð, rauður dúkur á helminginn af borðinu, svart límband á samskeytin og prenta út pokémon kúlu. Sérlega einfalt og þægilegt!
Það kemur svo önnur færsla um leikskólaafmælið og nokkrar einfaldar hugmyndir sem ég notaði þar.
How to Bet on Sports Toto In A Legal State - Sporting100
ReplyDeleteHow 골인 벳 먹튀 To Bet titanium tube on Sports 바카라사이트 Toto In sporting100 A 실시간 바카라 사이트 추천 Legal State - Sporting100. A Guide To Betting On Sports Toto.