24.5.18

Pokémon afmæli #2

Í síðustu færslu sagði ég ykkur frá 6 ára fjölskylduafmæli guttans. Síðasta árið í leikskólanum ákváðum við líka að hafa leikskólaafmæli og það komu 10 fjörugir strákar í heimsókn.

Gestirnir fengu boðskort sem að þessu sinni var keypt í gegnum Etsy.
Guttinn fékk það verkefni að gera svona sæt merkispjöld á gestagjafirnar


Pokémon myndirnar eru héðan. Gjöfin var upprúllað blað (með pokémon völunarhúsi) og pez nammi. Okkur finnst gaman að gefa litlu gestunum gjöf  í kveðjuskyni en einnig finnst okkur mikilvægt að hafa bara lítilræði.
Við fengum alveg dásamlegt veður og allir gormarnir gátu setið saman í sófanum úti á palli.
Þeir fengu allir svona pikachu kórónur sem að hækkaði krúttstigið margfalt!
Hérna finnið þið sniðið að kórónunni. Ég valdi að sjálfsögðu að gera kórónurnar úr pappír en ekki frauðplasti eins og lagt er til.


Við vorum tilbúin með ýmislegt að gera, klifra í trjánum, "hástökk" og ýmiskonar dót úti í garði og svo leikföng inni. Einng reyndu allir sig við að festa skottið á Pikachu sem að var skemmtilegur leikur.

No comments:

Post a Comment