10.3.18

Pínulitlar páskahugmyndir


Þar sem það styttist í páskana langaði mig að deila með ykkur nokkrum hugmyndum.
Venjulega hef ég keypt hefðbundnar páskagreinar (þessar með gulu blómunum) en síðasta ár ákvað ég að klippa nokkrar greinar af fallega alpareyninum úti í garði.
Mér fannst það ekki koma síður vel út auk þess sem það var ókeypis og umhverfisvænna!


Við höfum oft sent páskagotterí til vina og vandamanna í Þýskalandi.
Í fyrra fannst mér eins og enginn þyrfti á meira súkkulaði að halda en ákvað í samvinnu við guttann að senda svona ferlega sæt perlupáskaungakort.


Við fengum svo í páskagjöf svona æðisleg sumarblóm- frábær hugmynd sem að nýtist vel og þarf ekki að kosta mikið.

No comments:

Post a Comment