20.1.18

Húsið málaðFyrir einu og hálfu ári fluttum við úr yndislegu íbúðinni okkar og fallegt og mátulega stórt hús.
Litirnir á húsinu voru þó ekki alveg að okkar smekk og mig langaði til að sýna ykkur "fyrir&eftir" myndir.


Húsið var í raun þrílitt, gult og rautt til skiptis eftir hliðum og svo liggur klæðningin líka ólíkt og það var dregið fram með litunum. Gluggar, hurðir og þakkantur var svo hvítt.


Við völdum dökkbláan lit sem nýtur sín vel með hvítum gluggum og þakkanti.

Reyndar náðum við ekki að mála allt húsið áður en síðasti vetur skall á og því var húsið FJÓRLITT í marga mánuði......sem að leit mjög einkennilega út! Mikið sem ég var glöð þegar við náðum að klára að mála það allt núna í sumar.


Sonurinn túlkaði fjórlita húsið okkar svona á málverki


Nokkrar myndir í viðbót til þess að sýna ykkur breytinguna:Við erum afar ánægð með hvað nýi liturinn kemur vel út.
Núna er þetta orðið húsið okkar, enda líður okkur mjög vel hér.Svo að öllu sé haldið til haga er gott að taka fram að "fyrir" myndirnar koma frá fasteignasölunni.

Liturinn sem við völdum á húsið heitir Miðnætti U-753 og er frá Flugger og ég borgaði fullt verð fyrir málninguna.

No comments:

Post a Comment