6.8.17

"When I´m 64" Bítlaafmæli


Þegar hún mamma mín fagnaði 64 ára afmælinu kom ekkert annað til greina en að hafa Bítlaþema.

Við byrjuðum daginn við Vífilsstaðavatn í dásamlegu veðri


Tókum með nesti og nutum í sólinni


Svo léku barnabörnin sér í vatninu, það klikkar ekki að fá að sulla í vatni
( gott að taka með handklæði, aukaföt og jafnvel leikföng)Eftir sólina og sullið héldum við í heim til þess að borða góðan mat saman
Þar tóku bítlarnir á móti gestunum við innganginn, auðvitað límdir á tölustafina 64


Föndrið var einfalt eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan en glettilega tímafrekt
Risamyndir af Bítlunum í bakgrunni og Yellow submarine órói


Textabrot frá Bítlunum í boði Pinterest prentuð út og notuð sem borðskraut


Eftir matinn voru svo bítlaplötur spilaðar á plötuspilara og rifjaðir upp góðir danstaktar.
Barnabörnunum fannst mjög skrýtið að ekki mætti rekast í plötuspilarann, það var svo gaman að horfa á hann snúast hring eftir hring!

Eftir stuttar æfingar í bílskúrnum (á meðan hinir gengu frá eftir matinn!) sungum við systur svo auðvitað "When I´m sixty-four" fyrir afmælisbarnið, við undirleik youtube karaoke.
Þetta litla atriði vakti hvað mesta lukku í afmælinu.


Hérna er lagið góða í flutningi Bítlanna, ef þið eruð ekki nú þegar búin að fá það á heilann!

No comments:

Post a Comment