21.8.17

5 ára Hvolpasveitarafmæli


Fyrir rúmu ári fagnaði guttinn 5 ára afmælinu. Við vorum nýlega flutt og því fór meiri tími í að raða í hillur og reyna að fækka kössunum en skreytingar það árið.
Guttinn valdi að hafa hvolpasveitarafmæli og nokkrar einfaldar skreyti hugmyndir komust í framkvæmd.


Eins og undanfarin ár sendum við út boðskort. Við fundum þetta ókeypis til útprentunar á netinu.


Guttanum fannst ekki leiðinlegt að skreyta umslögin með hvolpasveitarlímmiðum


Við máluðum fótspor á stéttina að húsinu, þessir guttar voru sérlega vandvirkir og áhugasamir


Ég fann einhverja mynd af fótspori á netinu, prentaði út og klippti út skapalón


Við notuðum þekjumálningu sem skolaðist í burtu á nokkrum mánuðum.
Auðvitað voru sporin í hvolpasveitarlitunum.
Hvolpasporin vöktu mikla hrifningu hjá litlu afmælisgestunum og við skemmtum okkur ekki síður við að mála þau á stéttina.


Borðskrautið var einfalt, örfá hvolpasveitarleikföng og svo prentuðum við út skraut á hvern disk
(sem að afmælisbarnið klippti sjálft út)


Afmælisbarnið skrifaði líka sjálft á sætisspjöldin


Gestirnir fóru svo heim með lítinn gjafapoka með ávaxtarúllu og pappírsskrauti sem að afmælisbarnið gataði og vildi endilega hafa með!

"Hvolpasveit, o,o,ó
hvolpasveit, o, o, o, ó
hvolpasveit!"

No comments:

Post a Comment