21.8.17

5 ára Hvolpasveitarafmæli


Fyrir rúmu ári fagnaði guttinn 5 ára afmælinu. Við vorum nýlega flutt og því fór meiri tími í að raða í hillur og reyna að fækka kössunum en skreytingar það árið.
Guttinn valdi að hafa hvolpasveitarafmæli og nokkrar einfaldar skreyti hugmyndir komust í framkvæmd.


Eins og undanfarin ár sendum við út boðskort. Við fundum þetta ókeypis til útprentunar á netinu.


Guttanum fannst ekki leiðinlegt að skreyta umslögin með hvolpasveitarlímmiðum


Við máluðum fótspor á stéttina að húsinu, þessir guttar voru sérlega vandvirkir og áhugasamir


Ég fann einhverja mynd af fótspori á netinu, prentaði út og klippti út skapalón


Við notuðum þekjumálningu sem skolaðist í burtu á nokkrum mánuðum.
Auðvitað voru sporin í hvolpasveitarlitunum.
Hvolpasporin vöktu mikla hrifningu hjá litlu afmælisgestunum og við skemmtum okkur ekki síður við að mála þau á stéttina.


Borðskrautið var einfalt, örfá hvolpasveitarleikföng og svo prentuðum við út skraut á hvern disk
(sem að afmælisbarnið klippti sjálft út)


Afmælisbarnið skrifaði líka sjálft á sætisspjöldin


Gestirnir fóru svo heim með lítinn gjafapoka með ávaxtarúllu og pappírsskrauti sem að afmælisbarnið gataði og vildi endilega hafa með!

"Hvolpasveit, o,o,ó
hvolpasveit, o, o, o, ó
hvolpasveit!"

6.8.17

"When I´m 64" Bítlaafmæli


Þegar hún mamma mín fagnaði 64 ára afmælinu kom ekkert annað til greina en að hafa Bítlaþema.

Við byrjuðum daginn við Vífilsstaðavatn í dásamlegu veðri


Tókum með nesti og nutum í sólinni


Svo léku barnabörnin sér í vatninu, það klikkar ekki að fá að sulla í vatni
( gott að taka með handklæði, aukaföt og jafnvel leikföng)Eftir sólina og sullið héldum við í heim til þess að borða góðan mat saman
Þar tóku bítlarnir á móti gestunum við innganginn, auðvitað límdir á tölustafina 64


Föndrið var einfalt eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan en glettilega tímafrekt
Risamyndir af Bítlunum í bakgrunni og Yellow submarine órói


Textabrot frá Bítlunum í boði Pinterest prentuð út og notuð sem borðskraut


Eftir matinn voru svo bítlaplötur spilaðar á plötuspilara og rifjaðir upp góðir danstaktar.
Barnabörnunum fannst mjög skrýtið að ekki mætti rekast í plötuspilarann, það var svo gaman að horfa á hann snúast hring eftir hring!

Eftir stuttar æfingar í bílskúrnum (á meðan hinir gengu frá eftir matinn!) sungum við systur svo auðvitað "When I´m sixty-four" fyrir afmælisbarnið, við undirleik youtube karaoke.
Þetta litla atriði vakti hvað mesta lukku í afmælinu.


Hérna er lagið góða í flutningi Bítlanna, ef þið eruð ekki nú þegar búin að fá það á heilann!