19.11.16

Fleiri stafróf fyrir litla svampa

Ein af vinsælli færslum hér á blogginu er um íslensk stafrófsplaköt sem henta vel fyrir barnaherbergin.
Það er mikil gróska í þessu og mig langaði til að segja ykkur frá fleirum sem ég hef rekist á í netheimum.


vegglímmiðar í nokkrum litum
gaman að það eru bæði há-og lágstafir og "rétt" a og g

eru einstök listaverk sem sóma sér jafnvel bæði í barnaherberginu og stofunni
plakatið fæst t.d. í Upplifun í Hörpunni og Sveitabúðinni Sóley
einnig er hægt að kaupa plakatið og staka stafi hjá listakonunni
frábær gjafahugmynd fyrir unga sem aldna blóma unnendur




stafrófspönduna frá Ernulandi kannast margir við enda einstaklega falleg
bæði há- og lágstafir og fæst líka með enska stafrófinu


einföld og falleg og fást í nokkrum útgáfum


eru með þessar tvær gerðir
aðra litríka og hina svart/hvíta með ofurhetjum

ég má einnig til með að benda ykkur á þetta stafaspil sem að Eyrún vinkona teiknar
hægt að kaupa hér

Fleiri plaköt og hugmyndir hérna

myndir eru allar fengnar af síðum fyrirtækjanna
þessi færsla er ekki kostuð eða styrkt á nokkurn hátt