24.4.16

Rósir og rjómi 4 ára


Í tilefni af 4 ára afmæli bloggsíðunnar gaf ég mér tíma til að dunda við nýjan "haus" fyrir síðuna.
 Sá gamli var búinn að þjóna hlutverki sínu afar vel undanfarin ár en ég vona þó að þessi nýi verði ekki næstu fjögur ár, þó ég sé nokkuð sátt við hann :-)

Fyrir áhugasama þá vann ég þetta í PicMonkey myndvinnsluforritinu. Ég er að fikra mig áfram með það þegar ég hef tíma og nennu.


Ljúfar vorkveðjur til ykkar ágætu lesendur!

1 comment:

  1. Ferlega töff nýi bannerinn og til lukku með 4 ára afmælið :)

    ReplyDelete