29.3.16

Star Wars afmæli


Enn og aftur er Star Wars vinsælt og því líklegt til þess að vera á óskalistanum hjá mörgum fyrir afmælisþema. Þessar myndir eru úr fertugsafmæli þar sem afmælisbarninu var komið á óvart með veislu. Og jú, það er fullt af fertugum afmælisbörnum sem elska að fá Star Wars afmæli!


Auðvitað urðu að vera geislasverð. Þó að ég viti ekki mikið um Star Wars veit ég að geislasverðin verða að vera! Þetta eru einlitar servíettur og "free printables" eða fríkeypis til útprentunar héðan sem eru einfaldlega límd utan um upprúllaða servíettuna.


Ég var reyndar að flýta mér svo mikið þegar ég gerði þetta að sverðin voru óþarflega stutt hjá mér, sem kom berlega í ljós þegar farið var að nota sverðin.....


þetta var þó auðvelt að laga með því að rúlla servíettunum öðruvísi upp!

Allir lögðu til veitingar á hlaðborð og við höfðum í huga uppáhalds nammi afmælisbarnsins í gegnum árin.....


 Þessi fínu "skilti" til útprentunar keypti ég á Etsy á þrjá dollara og gat sett þann texta sem ég vildi


Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sleip í Stjörnustríðsísku og þurfti því að fletta upp á veraldarvefnum til að fá innblástur að sumum nöfnunum....


...þannig að sumt hljómar kannski ekki gáfulega fyrir þá sem eru vel að sér í þessum fræðum.


Aðrar hugmyndir gat ég bara fengið lánaðar, enda ljómandi fínar!


Ég nota gjarnan efni sem fríkeypis til útprentunar (e. free printables) og þetta er frábært dæmi um slíkt; yoda soda og vaderade. Einfaldlega prenta út og líma utan um gosdósir, tær snilld!



Það var auðvitað myndband með krúttlegum og pínlegum myndum af afmælisbarninu eins og venjan er og þar komu frasarnir úr  Star Wars bíómyndunum sér vel.

Afmælisbarnið er sjálft duglegt í frasa smíðinni og við rifjuðum þá helstu upp og hengdum upp á vegg:



Ég fann þetta ókeypis letur á vefnum (e. free fonts) og setti svo bara upp í Word ritvinnsluforritinu.
Letrið sem minnir á Star Wars má finna hér og Star Trek hér.


Það er hægt að leika sé með svona letur á margan hátt, t.d. í myndbandi eða myndasýningu fyrir afmælisbarnið, í boðskortum.....

Þá er ég búin að sýna ykkur þær hugmyndir sem ég notaði í þetta sinn, það er auðvelt að finna hafsjó hugmynda á netinu og aðlaga að afmælisbarni og aðstæðum, ég pinnaði t.d. nokkrar hér.

Megi mátturinn vera með ykkur!


No comments:

Post a Comment