7.3.16

Ferming 2016 - hugmyndir að veisluskreytingum


Mér bauðst aftur að föndra smá í samvinnu við A4 en í þetta skiptið var þemað ferming.

Hérna sést gestabókin en forsíðan er teiknuð fríhendis með Posca pennum og ég kaus að handskrifa á hana. Ef að ég ætti fermingarbarn hefði ég sennilega reynt að sannfæra það um að gera forsíðuna, enda væri það skemmtileg og persónuleg minning seinna meir.
Í bókinni eru margar blaðsíður þannig að hægt væri að líma inn myndir tengdar fermingunni.
Einnig væri afar skemmtilegt ef að gestirnir skrifuðu eða teiknuðu persónulega kveðju til fermingarbarnsins.


Svona sá ég gestabókina og hugsanlegt pakkaborð fyrir mér.
Hillurnar er í samræmi við geometrískt þemað og gaman að leika sér með
liti, hæð og dýpt þegar maður notar þær á borð.
Ég málaði hillurnar í samræmi við litaþemað með akrýlmálningu.


Ég notaði Posca pennana einnig til að teikna á steininn og hafði sama mynstur og á gestabókinni.
Ég get frætt ykkur á því að það er mun erfiðara að teikna svona á rúnnaðan og óreglulegan stein en á slétt blað!


Þetta er svo hugmynd fyrir veisluborðið,
en það voru mjög fábrotnar veitingar í þessari sýndar- fermingarveislu, haha!

Mér fannst mynstrið á servíettunum svo flott og fannst sniðugt að búa til þverslaufur úr þeim.
Slaufuservíetturnar þjóna bæði hlutverki skrauts og munnþurrku.
Ég notaði mynsturlímband til að líma þverslaufurnar.


Hérna sést betur hvernig þverslaufan er fest við hnífapörin,
sem getur verið handhægt þegar boðið er upp á hlaðborð.
Ég reyni að forðast einnota plast borðbúnað og varð því að prófa þessi einnota hnífapör úr birki. 
Mér er óhætt að mæla með þeim maður kemst ekki hjá því að nota einnota.


Fábrotnar veitingarnar runnu ljúflega ofan í ljósmyndarann og litla aðstoðarmanninn eins og sjá má.
Þar með lýkur þessari litlu þykjustu fermingarveislu og eins og í öllum góðum veislum fara allir heim búnir að fylla á líkamlega og sálræna tankinn.


Eftirtaldar vörur fékk ég að gjöf frá A4: Panduro Hexagon Boxes,
house doctor servíettur og gulan Posca penna.

4 comments:

  1. skemmtilegt hjá þér, gat ekki annað en brosað þegar kakan var búin:)
    knús Sif

    ReplyDelete
  2. Ohh ég kommentaði hérna fyrir 3 dögum... get greinilega ekkert commentað úr símanum, fæ ekki upp confirm partinn. En ég sagði eitthvað í þessa átt. Frábært að þú gast tekið þátt - mig klæjaði alveg í fingurnar en Frozen afmælið átti alla mín orku! Ótrúlega skemmtilegt þetta með servíetturnar með límbandinu - sérlega mikið skreyti gildi.

    ReplyDelete
  3. Flottar hugmyndir :)

    ReplyDelete
  4. Casino at Foxwoods Resort & Casino | MapYRO
    Casino 경상남도 출장마사지 at Foxwoods 제천 출장안마 Resort 고양 출장마사지 & Casino Enjoy the 남원 출장안마 excitement of a casino vacation in Las Vegas with Yggdrasil and Dragon Ball Z, an 천안 출장마사지 interactive World

    ReplyDelete