Ég dreif mig loksins með guttann á sýningu Skrímslin bjóða heim í Gerðubergi sem er ætluð fyrir 2-8 ára börn. Ég er mikill aðdáandi Skrímslabókanna sem eru mannlegar, fyndnar, krúttlegar, fallegar og já, bara dásamlegar.
Fyrst er auðvitað að fara úr skónum.....
og svo er bara að prófa og gera allt það skemmtilega sem er í boði!
Sýningin er einstaklega litrík og skemmtileg og allt í henni er tilvísun í einhverja af skrímslabókunum
Það er hægt að klifra upp í tré
jább, líka dúkkur komast upp í tré með smá hjálp!
og ef vel er að gáð má finna skrímslakisa einhvers staðar.
Draugahúsið vakti mikla lukku
Mikið skemmtum við okkur vel á þessari sýningu um skrímslin þar sem svo margt skemmtilegt er hægt að gera. Myndirnar hér að ofan sýna aðeins hluta af því sem hægt er að gera svo ekki sé minnst á að gaman er að setjast niður og glugga í bækurnar (meira að segja á mörgum tungumálum!)
Það kostar ekkert á sýninguna og hún stendur til 24. apríl 2016.
Við kíktum svo á bókasafnið og fengum skrímslabók og aðrar bækur með lánaðar heim. Mamman skoðaði af áhuga skrímslavörurnar sem hægt er að fá í safnbúðinni enda eru myndirnar hennar Áslaugar Jónsdóttur alveg dásamlegar. Gaman að setja svona kort í ramma upp á vegg eða kaupa veggspjald fyrir barnaherbergið.
Upplýsingar um sýninguna, opnunartíma og skemmtilega viðburði um helgar hér.
No comments:
Post a Comment