25.2.16

Litað í snjóinn

 

Um daginn dreif ég loksins í að framkvæma skemmtilega hugmynd sem ég hafði einhvern
tímann séð á flakki mínu um veraldarvefinn.
 
 
Við blönduðum vatni og matarlit í úðabrúsa og úðuðum svo í snjóinn af hjartans lyst!
 
 
Þessi skemmtun hentar ungum sem öldnum. Þessi gormur lét ekki sitt eftir liggja og auðvitað fór smá matarlitur á andlitið og fötin en það kom ekki að sök.
 
 
Það voru gerðar ýmsar tilraunir, reynt að blanda litunum saman, sprautað stutt og langt
og jafnvel upp í loftið!
 
 
Mömmurnar sem voru með guttunum skemmtu sér ekki síður vel við að lita snjóinn,
svona á milli þess sem þær þurftu að forða sér undan úðanum!
 
Mæli með þessu!

2 comments: