30.1.16

Topp fimm árið 2015

 

Það er komið nýtt ár og einum mánuði betur.
Það er því við hæfi að rifja upp fimm vinsælustu færslurnar frá síðasta ári:


 
1.
Mér bauðst að taka þátt í áskorun hjá A4 og gerði alls konar merkimiða,
mikið sem það var skemmtilegt! Allt um merkimiðana hér.

 



2.
Við sendum faðmlag í pósti í afmælisgjöf og það vakti lukku bæði hjá ömmunni og lesendum bloggsins. Allt um faðmlög sem senda má með sniglapósti hér.
 
 
3.
Ég hef ósjaldan dásamað mynsturlímbönd og í þessari færslu sýndi ég ykkur alls konar hugmyndir af veraldarvefnum. Greinilegt að lesendur eru jafn hrifnir af sniðugu límböndunum og ég!
 
 
4.
Peningagjöf í endurnýttri krukku.
Klósettrúlluhólkurinn geymdi peningana og heilræði fyrir fermingarbarnið.
Allt um þessa einföldu og fallegu krukku hér.

 
5.
Skyldi þetta hafa orðið einhverjum innblástur að jólakortunum í ár?
 
 
Þá er topp fimm fyrir árið 2015 komið.
Takk fyrir samfylgdina; innlitin og fallegu athugasemdirnar frá ykkur árið 2015.
Ég hlakka til hugmyndaríka ársins 2016!