4.12.15

Níu persónulegar jólagjafahugmyndir

Nú þegar jólin nálgast óðfluga datt mér í hug að taka saman nokkrar hugmyndir
hér af síðunni að allskonar jólagjöfum sem eiga það sameiginlegt að vera persónulegar
 og oftast líka umhverfisvænar.
 

1. Gjafakort á samveru:

 
 
 
Eitt árið fengu frændsystkinin gjafabréf á að koma og gista, velja hvað var í matinn og gera það sem þeim finnst eftirsóknarverðast þegar þau koma í heimsókn. Þessi gormur var 4 ára þegar hann fékk þetta í gjöf, toppurinn var að fá að borða margar margar brauðsneiðar með jarðarberjasultu og auðvitað út að leika!
 
 
Frænka á unglingsaldri fékk líka að gera það sem henni finnst skemmtilegast;
 
 
að dunda í alls konar föndri

 
og við bjuggu til andlitsmaska og smelltum á okkur!
 
 
Nú eða gjafabréf á ævintýraferð.
 

2. Gjafakarfa

 
 
Eitt árið fengu starfsmennirnir á leikskóla guttans svona gjafakörfu með allskonar gotteríi,
 
 
Kósíkvöld í kassa var með jólabíómyndum og nammi
 
 
Hérna var hugmyndin "sólskin í körfu". Mæli sérstaklega með leikföngunum sem glittir í þarna.
 

3. Föndur

 
Við byrjuðum á þessu á fyrstu jólum litla guttans og höfum gert þær á hverju ári síðan. Guttanum finnst afar merkilegt að höndin á honum hafi einu sinni verið svona lítil.
 
 
 
Að skrifa eða teikna á bolla. Auðvelt að gera persónulega gjöf og líka auðvelt fyrir litlar hendur.
 
 
Að gefa einhverjum faðmlag, tja, það er sennilega fátt sem toppar það!
Allt um faðmlög sem hægt er að senda í pósti hér.

 
Góða skemmtun við að útbúa jólagjafir!