Innblástur fyrir jólaskrautið er umfjöllunarefnið núna og líkt og með jólakortin er þetta jólaskrautið frá því í fyrra!
Sem betur fer er gyllt, svart&hvítt alveg jafn vinsælt og í fyrra.
Kannski hefði ég ekkert átt að játa að þetta væri síðan í fyrra heldur þykjast vera gasalega skipulögð og byrjuð að skreyta, bara til þess að gefa ykkur innblástur?
Þá hefði ég samt enga afsökun fyrir að það gleymdist að taka myndir þar sem kveikt er á kertunum, þær myndir tekur maður víst ekki ári seinna.......
Mér fannst skemmtileg tilbreyting að setja Georg Jensen aðventukertastjakann á bakka með smá greni og jólakúlum.
Birkiskálina fallegu frá pabba hef ég sýnt ykkur áður, hérna fékk hún hátíðlegan blæ.
Þessa grein fann ég úti og smellti í vasa. Ég fyllti vasann með steinum til þess að hann héldi jafnvægi. Steinarnir eru líka skemmtilega grófir á móti þessu fínlega og sparilega skrauti.
Skrautið er úr ýmsum áttum, nýtt og gamalt. Þessi fallega frostrós er gerð úr skeljum og fæst hér.
Svona var skrautið úti í glugga og ekki spillti snjórinn í bakgrunni fyrir.
Afar stílhreint og fallegt hjá þér :)
ReplyDelete