Nóvember og það er kominn tími til að huga að jólakortunum.
Ég er að sjálfsögðu ekki búin að gera jólakortin fyrir þetta árið en þar sem ég gaf mér engan tíma til að sýna ykkur jólakortin í fyrra get ég sýnt ykkur þau núna!
Þau eru einföld og frekar fljótleg, enda sérhæfi ég mig í slíkri kortagerð
Fyrst er að finna góða mynd, hvort sem það er af barninu þínu, fjölskyldunni, gæludýrinu eða falleg mynd úr fríinu.
Ég skar út einlitar "mottur" í nokkrum litum sem voru aðeins stærri en myndin til að ramma hana inn.
Braut svo A4 blað til helminga. Það er svolítið stórt en ég átti gommu af stórum umslögum sem kortin pössuðu fínt í.
Svo er að finna falleg skrautlímbönd, þar kom ríflegt límbandasafnið að góðum notum.
Mér fannst skemmtilegt að hafa þau svolítið ólík og prófa mismunandi samsetningar.
Jólin þar áður gerði ég svona kort:
og dúllaði svolítið við umslögin
Og jólin þar áður var þetta niðurstaðan:
Sjá fleiri útfærslur hér
Kortin eiga margt sameiginlegt en mér finnst standa upp úr hvað fyrirsætan er mikið krútt,
en þar er ég mögulega nokkuð hlutdræg!
No comments:
Post a Comment