14.10.15

Haustföndur - kertakrukka með laufblöðum 
Mér finnst haustlitirnir alveg einstaklega fallegir.
Ég og guttinn týndum fullt af fallegum laufblöðum og þurrkuðum til þess að nota í smá föndur.
 
 
  Fyrst gerðum við kertakrukku. Ég njóta sjóðandi heitt vatn til að ná miðanum af og svo naglalakkhreinsir (aceton) til að ná límrestunum.
 
 
Svo er að bera á lag af límlakki með pensli
 
 
 Svo setur maður þurrkuð laufin á og aftur límlakk yfir.
Efst á þessari mynd sjáið þið glitta í stórt laufblað á krukkunni. Það var ekki góð hugmynd, það er svo stórt og þykkt að það kemur engin birta í gegnum það. Muna það næst!
 
 
Útkoman er svona fín kertakrukka. Guttinn hjálpaði mér við þessa en þetta föndur er í erfiðasta lagi fyrir 4 ára gutta því að laufblöðin eru viðkvæm.
 
 
Hérna er krukkan að kvöldi með batteríis sprittkerti. Svona kerti eru nýjasta uppáhaldið hjá guttanum og hann notar þetta sem næturljós, enda notaleg og hættulítil birta til að sofna við.
 
 
Guttinn vildi svo endilega endurtaka leikinn frá því í fyrra og plasta laufblöð og setja út í glugga. Greinilega sammála mömmu sinni að þetta sé sígilt!

2 comments: