21.9.15

Náttúrulegar skreytingar - hvönn

 
Stundum togast á í mér nægjusami umhverfisverndarsinninn og kaupglaði fagurkerinn sem að bráðvantar hinn mesta óþarfa.
 
Til að friða skreyti-breyti-þörfina ákvað ég því að finna eitthvað í náttúrunni sem að kostar ekki krónu og hefur ekki neikvæð áhrif á umhverfið að ég skreyti-breyti með.
 
 
 
  Hérna fann ég eina hvönn sem var ennþá græn og skellti í glæran vasa með steinum (steinum sem að sonur minn elskulegur hefur safnað og dröslað með sér heim og ég hef kunnað honum litlar þakkir fyrir, þangað til núna!)
 
 
Ég hélt fyrst að þetta væri tröllahvönn en fékk ábendingu um að þetta væri sennilega ætihvönn.  Ætihvönnin er ekki skaðræði eins og tröllahvönnin og því engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af fræjum.
 
 
Hérna smellti ég hvönninni í glerflösku og læt hana bjóða gesti velkomna í forstofunni.
(mæli með að taka stilkinn langan, ég klikkaði á því)
 
 
Mér finnst hvönnin afar falleg. Guttinn sagði: "sjáðu mamma, þetta er eins og biðukolla".
 
 
Skugginn er ekki síður fallegur
 
 
Þessi fær svo að njóta sín á hillunum í eldhúsinu
 
 
kemur skemmtilega út svona svört við hvítan bakgrunninn.

2 comments: