26.7.15

4 ára afmæli guttans #3 Litlar ljúfar gjafir

 
 
Mér finnst skemmtilegt að gefa krökkunum sem koma í afmæli litlar gjafir þegar þau kveðja.
Ég vil samt ekki að þetta sé eitthvað drasl og það má heldur ekki kosta mikið.
 Í tveggja ára afmælinu fengu krakkarnir sápukúlur.
 

Í ár fengu gestirnir lítinn popp poka með sér heim og "litabókarmyndir" af Línu langsokk
(sem finna má fríkeypis á netinu til útprentunar).Þetta eru gjafir sem "eyðast" þ.e. bætast ekki við dótið og draslið sem maður á fyrir heldur eru notaðar og eru svo úr sögunni. Einnig er þetta nokkuð umhverfisvænt því að pappírinn og bómullarsnærið brotna fljótt niður.


Föndurglöðu mömmunni fannst gaman að dúlla við þetta skraut og krökkunum fannst gaman að fá að velja sér gjöf með skrauti og mynd sem þeim líkaði.
 
Á morgun: nokkur hagnýt ráð fyrir úti afmæli.
 
Þú finnur Rósir og rjóma líka á fésbókinni
Þú getur skoðað fleiri færslur um barnaafmæli með því að velja efnisorðið "afmæli" hér til hliðar.

2 comments:

  1. En sniðugt! Gaman að bjóða upp á svona gjafir fyrir litla gesti :)

    ReplyDelete
  2. Algjör snilld hjá þér. Allt svo sniðuglega útfært og flott.

    ReplyDelete