25.7.15

4 ára afmæli guttans # 2 Útiafmæli


Fyrir þremur árum héldum við 1 árs afmæli guttanns úti. Í ár voru verðurgurðirnir okkur loksins aftur hliðhollir og við gátum endurtekið leikinn.
 
Við héldum afmælið úti á æðislegum stað hérna í Grafarvoginum sem heitir Gufunesbær.
Borgin á þetta svæði sem er opið og til afnota fyrir alla sem vilja. Þar er að finna þetta grillskýli sem sést á myndinni hér fyrir ofan, lítinn leikhól, risastórar leikkastala, eldstæði og bekki inni í rjóðri, mini golf, Frisbígolfvöll, strandblakvelli.....
 
 
En aftur að afmælinu sem var með Línu langsokkur þema að ósk afmælisguttans:
´
 
Við buðum upp á grillaða lúxus hamborgara. Hérna er guttinn að fylgjast með pabba sínum kveikja upp í grillinu.
 
 
Hamborgararnir runnu ljúflega ofan í gestina (svo hratt að það gleymdist að taka myndir!)
 
 
Kastalinn er mjög stór og í raun sést bara hluti hans á þessum myndum. Rennibrautirnar eru ævintýralega skemmtilegar en það er best að taka það fram að kastalinn hentar ekki ungum börnum nema í fylgd fullorðinna.
 
 
Ungir sem aldnir spreyttu sig  á kastalanum og það var mikið hlegið og mikið fjör.
 
 
 
Það fréttist meira að segja að amman hefði farið salíbunu sem er nú alveg í anda Línu langsokk!
 
 
Svo var komið að afmæliskökunni sem var að sjálfsögðu skreytt með Línu og vinum hennar.
 
 
Ég hef áður notað þessa hugmynd fyrir afmælisköku og dásama enn og aftur hvað þetta er einfalt; prenta út myndir og líma á grillspjót. Gæti varla verið einfaldara, ódýrara og hægt að aðlaga að hvaða þema sem er!
 
 
Afmælisbarnið valdi að hafa franska súkkulaðiköku. Sannkallaður sælkeragutti.
Hann valdi líka kertið og afmælisstrumpinn.
 
Fyrir þá sem vildu hvíla sig á kastalafjörinu var ýmislegt fleira hægt að dunda sér við.
Á Sjónarhóli mátti finna ýmis útileikföng:
 
 
Þessi fína búð fékkst á tæpar tvö þúsund krónur og var bara of krúttleg. Hún þolir merkilega mikið hnjask og það voru margar sandkökur seldar og keyptar í búðinni í þessu afmæli.
 
 
Einnig vakti froskaspilið mikla lukku, ég mæli svo sannarlega með slíku fyrir 2-99 ára!
(ég finn ekkert slíkt í sölu en hérna er hlekkur á alveg eins spil).
 
 
Meira um afmælisgleðina á morgun!
 
Þú finnur Rósir og rjóma líka á fésbókinni.
Þú getur skoðað fleiri færslur um barnaafmæli með því að velja efnisorðið "afmæli" hér til hliðar.
 

4 comments:

  1. Yndislegt að fá að vera með í afmæli - til hamingju með flotta guttann ykkar! Skemmtilegt svæði, hef aldrei komið þangað sjálf.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk! ég mæli alveg með því að gera sér ferð í Gufunesbæinn, taka með smá nesti og gera sér glaðan dag :-)

      Delete