25.7.15

4 ára afmæli guttans #1 Boðskortin

 
Eftir langa bið kom loksins að því að guttinn okkar varð fjögurra ára gamall. Það var búið að telja niður dagana og hann fékkst varla til þess að sofa eða borða, svo mikill var spenningurinn!

Það hentaði vel að við vorum byrjuð í sumarfrí nokkrum dögum fyrir afmælið og því var hægt að stytta biðina svolítið með undirbúningnum. Ég var búin að undirbúa mig fyrir nokkur þemu sem mér fannst líkleg til að höfða til guttans: Hvolpasveitin, Spiderman og Lína langsokkur, í þessari líkindaröð. Mér til mikillar ánægju valdi guttinn að hafa afmælið sitt í anda sterkustu stelpu í heimi; Línu langsokkur!
 
 

Við gerðum boðskort og sendum í pósti


Mér fannst viðeigandi að nota myndina þegar Lína býður Önnu og Tomma í afmælið sitt. Guttinn fékk svo að skera myndirnar út með pappírsskeranum mínum (það er sko sport!) og við vorum ekkert að stressa okkur á að gera allt þráðbeint, enda hefði Lína langsokkur aldrei gert það!


Guttinn er byrjaður að spreyta sig á stöfunum og vildi fá að skrifa svolítið sjálfurÞessir fínu pappírspokar nýttust sem umslög. 
Myndin af Línu að lauma umslaginu til Tomma og Önnu var bara of krúttleg og fór aftan á umslögin.
Guttinn sá að sjálfsögðu líka sjálfur um að skera þessar myndir út.


Sumir fengu meira að segja svona fínt útklippta mynd


Auðvitað sá guttinn sjálfur um að loka umslögunum með límbandi


Guttanum fannst afar gaman að stússa í þessu og ekki gerðu boðskortin minni lukku hjá gestunum. Það er ekki á hverjum degi sem krakkar fá póst OG boð í afmæli!
 
Meira um afmælisgleðina á morgun!
 
Þú finnur Rósir og rjóma líka á fésbókinni.
Þú getur skoðað fleiri færslur um barnaafmæli með því að velja efnisorðið "afmæli" hér til hliðar.

1 comment:

  1. En flott! Skemmtilegt þema fyrir afmæli og guttinn svona líka duglegur :)

    ReplyDelete