18.6.15

Vert að skoða: Árbæjarsafnið

 


Á morgun, 19. júní eru mikil hátíðahöld í höfuðborginni til þess að fagna 100 ára kosningarétti kvenna. Við guttinn ætlum að fagna með því að kíkja á Árbæjarsafnið, uppáhalds safni okkar beggja.
 
Þar er einmitt ný sýning sem nefnist "Hjáverkin" og fjallar um aukastörf sem húsmæður unnu til þess að drýgja tekjurnar. Við erum auðvitað búin að taka forskot á sæluna og þá smellti ég þessum myndum af á milli þess sem ég hljóp á eftir guttanum.
 
 
Einstaklega fallegar krukkur (jújú, ég á alveg eins!)
 
 
Skemmtileg uppsetning á gömlum kennslubókum
 
 
Brot af heldri manna heimili þar sem hjáverkin voru píanókennsla
Mér fannst svo frábær hugmynd að nota skemlinn svona til að sýna gamlar nótnabækur
 
 
 
 
Ég náði ekki alveg að skoða þetta, en litadýrðin heillaði augað!
 
 
Þessi uppstilling er eins og að fara í tímavél
ó, þessi fallegu tekk húsgögn!
Takið eftir loftljósinu, þau eru allstaðar í takt við tímann sem vísað er til á sýningunni
 
 
skemmtilegur lampi
 
 
og hjartalaga öskubakki
 
 
Uppi á lofti geta svo litlir gormar sest niður og litað
 
 
Best hentar þó litlum gormum að þeysast um safnasvæðið
 
 
Komdu að leika sýningin þar sem börn (og fullorðnir) mega leika með leikföng frá ýmsum tímum er alltaf vinsælust (ég hef séð ófáa fullorðna gleyma sér í gömlu leikjatölvunni!)
 
 
Guttinn var þó spenntari yfir kaupmannsstörfum í Lúllabúð en leikjatölvu
 
 
Svo er fátt sem toppar að setjast undir húsvegg og narta í epli og döðlur með afa
 
Eldri færsla um Árbæjarsafnið hér.  
 

1 comment:

  1. Æðislegt! Árbæjarsafnið er einmitt í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum líka, á sjálf dásamlegar minningar frá safninu bæði sumars og á Aðventunni. Góða skemmtun á morgun!

    ReplyDelete