30.6.15

Þrennt á þriðjudegi #14 Vænt og grænt

 
1. Ilmúði fyrir baðherbergið
 
Þú þarft: úðabrúsa, ilmdropa, vatn.
 
Kostir:
Litlir gormar mega úða að vild (tja, svona næstum því)
kostar lítið sem ekkert
engin gervi ilmefni
umhverfisvænt
 
 
 
2. Umhverfisvænni kostur
 
Það eru margar leiðir til þess að verða örlítið grænni og umhverfisvænni. Það eru til margnota lausnir eins og taubindi og álfabikar. Svo eru líka til þessi svansmerktu bindi. Ætti að vera auðvelt að velja þannig næst í búðinni ef maður er ekki tilbúinn að prófa margnota.
 
Það eru líka til margnota hreiniklútar fyrir andlitið eða þessar bómullarskífur úr lífrænni bómull.
 

3. Galdravettlingar
Þeir teygjast ekki bara í ýmsar stærðir heldur er auðvelt að breyta þeim í grifflur þegar þeir eru orðnir götóttir.
 Bara klippa framan af.
Nýtist vel í sumar.
 
 

1 comment:

  1. Góðar hugmyndir, ekki veitir mannin nú af að hugsa meira um umhverfið og budduna :)

    ReplyDelete