23.6.15

Þrennt á þriðjudegi #13 Mynsturlímbandagleði

 
Það er hugsanlega mögulegt að ég eigi heldur mikið að mynsturlímböndum.
Þó ekki víst.
 
 
Á síðunni er að finna vænan hugmyndabanka fyrir mynsturlímbönd
(veljið efnisorðið munsturlímbönd hér til hliðar!)
Meðfylgjandi eru tvær laufléttar hugmyndir til þess að nota límabandalagerinn:
 
 
 Límböndin góðu er tilvalin til þess að gefa pappírspokum úr búðum framhaldslíf.
Fagurskreyttur afmælispoki á mettíma.
 
 
Nú eða ef maður á fallegan poka, þá til þess að festa merkimiðann á smekklegan hátt.
 
Læt þetta duga af límbandagleði í bili...

2 comments:

  1. hahahhahah, yndislegt, ekkert smáræði af límböndum, en sem sagt, ekki víst að þau sé of mörg:)
    knús Sif

    ReplyDelete
  2. Hi !,i Love your house and your beautiful blog , you have a new follower
    Angelica

    ReplyDelete