30.6.15

Þrennt á þriðjudegi #14 Vænt og grænt

 
1. Ilmúði fyrir baðherbergið
 
Þú þarft: úðabrúsa, ilmdropa, vatn.
 
Kostir:
Litlir gormar mega úða að vild (tja, svona næstum því)
kostar lítið sem ekkert
engin gervi ilmefni
umhverfisvænt
 
 
 
2. Umhverfisvænni kostur
 
Það eru margar leiðir til þess að verða örlítið grænni og umhverfisvænni. Það eru til margnota lausnir eins og taubindi og álfabikar. Svo eru líka til þessi svansmerktu bindi. Ætti að vera auðvelt að velja þannig næst í búðinni ef maður er ekki tilbúinn að prófa margnota.
 
Það eru líka til margnota hreiniklútar fyrir andlitið eða þessar bómullarskífur úr lífrænni bómull.
 

3. Galdravettlingar
Þeir teygjast ekki bara í ýmsar stærðir heldur er auðvelt að breyta þeim í grifflur þegar þeir eru orðnir götóttir.
 Bara klippa framan af.
Nýtist vel í sumar.
 
 

23.6.15

Þrennt á þriðjudegi #13 Mynsturlímbandagleði

 
Það er hugsanlega mögulegt að ég eigi heldur mikið að mynsturlímböndum.
Þó ekki víst.
 
 
Á síðunni er að finna vænan hugmyndabanka fyrir mynsturlímbönd
(veljið efnisorðið munsturlímbönd hér til hliðar!)
Meðfylgjandi eru tvær laufléttar hugmyndir til þess að nota límabandalagerinn:
 
 
 Límböndin góðu er tilvalin til þess að gefa pappírspokum úr búðum framhaldslíf.
Fagurskreyttur afmælispoki á mettíma.
 
 
Nú eða ef maður á fallegan poka, þá til þess að festa merkimiðann á smekklegan hátt.
 
Læt þetta duga af límbandagleði í bili...

18.6.15

Vert að skoða: Árbæjarsafnið

 


Á morgun, 19. júní eru mikil hátíðahöld í höfuðborginni til þess að fagna 100 ára kosningarétti kvenna. Við guttinn ætlum að fagna með því að kíkja á Árbæjarsafnið, uppáhalds safni okkar beggja.
 
Þar er einmitt ný sýning sem nefnist "Hjáverkin" og fjallar um aukastörf sem húsmæður unnu til þess að drýgja tekjurnar. Við erum auðvitað búin að taka forskot á sæluna og þá smellti ég þessum myndum af á milli þess sem ég hljóp á eftir guttanum.
 
 
Einstaklega fallegar krukkur (jújú, ég á alveg eins!)
 
 
Skemmtileg uppsetning á gömlum kennslubókum
 
 
Brot af heldri manna heimili þar sem hjáverkin voru píanókennsla
Mér fannst svo frábær hugmynd að nota skemlinn svona til að sýna gamlar nótnabækur
 
 
 
 
Ég náði ekki alveg að skoða þetta, en litadýrðin heillaði augað!
 
 
Þessi uppstilling er eins og að fara í tímavél
ó, þessi fallegu tekk húsgögn!
Takið eftir loftljósinu, þau eru allstaðar í takt við tímann sem vísað er til á sýningunni
 
 
skemmtilegur lampi
 
 
og hjartalaga öskubakki
 
 
Uppi á lofti geta svo litlir gormar sest niður og litað
 
 
Best hentar þó litlum gormum að þeysast um safnasvæðið
 
 
Komdu að leika sýningin þar sem börn (og fullorðnir) mega leika með leikföng frá ýmsum tímum er alltaf vinsælust (ég hef séð ófáa fullorðna gleyma sér í gömlu leikjatölvunni!)
 
 
Guttinn var þó spenntari yfir kaupmannsstörfum í Lúllabúð en leikjatölvu
 
 
Svo er fátt sem toppar að setjast undir húsvegg og narta í epli og döðlur með afa
 
Eldri færsla um Árbæjarsafnið hér.