5.5.15

Peningakrukka

 
Stundum er gaman að gera svolítið úr peningagjöfum, aðeins meira en bara umslag.
 
 
Hérna endurnýtti ég glerkrukku og setti klósettrúlluhólk í miðjuna fyrir peninginn.
Fyllti svo í kringum með nammi, það er sniðugt að nota það nammi sem viðtakandunum finnst gott.
 
Guttanum fannst þetta mjög áhugavert og fannst merkilegt að ég setti peninga inn í. Hann hljóp því inn í herbergi og náði í sparibaukinn sinn, dró upp tíkall og sagði "ég vil líka gefa Söru pening!".
Fermingarbarnið fékk því nokkra þúsundkalla og krúttaðan tíkall.
 
 
 
Ég skreytti svo með litlum krítarlímmiða og merkimiða.
Einfalt, fallegt & fljótlegt!