14.4.15

Þrennt á þriðjudegi #12 Sól í hjartað

 
Á meðan við á Íslandi fáum meira en nóg af fallegum snjó sem við kunnum ekki að meta af því að það er komin apríl þá er ekki svo galið að fá smá  rafræna "sól í hjartað":
 
 
1.
Vinahjón okkar urðu einu barni ríkari um daginn en við höfum ekkert komist til þess að heimsækja þau og dást að ríkidæminu því að þau eru öll búin að vera lasin og við erum líka búin að vera lasin...eins og svo margir aðrir á þessum árstíma. Ég smellti því bara smá sólskini í körfu og kom til þeirra
 
 
Hollusta fyrir líkamann og sálina. Og smáræði fyrir börnin: Baðlitir (svona gjafir sem gleðja og eyðast eru snilld!) og ekki minna snilldarlegur blöðrubolti. Guttinn minn á svona og þetta er mjög sniðugt, svo fyrirferðalítið að það er hægt að skella þessu í vasann og svo er boltinn bara blásinn upp og fjörið byrjar, næstum því hvar sem er því að boltinn er svo léttur.
 
 
2.
Alveg sérlega ljúffengar og hreinlega ómótstæðilega heimabakaðar Bretzel.
Mjúkar.
Ylvolgar.
Saltar og stökkar.
Ef ég gæti sent ykkur eina rafrænt þá myndi ég gera það!
 
 
3.
Guttinn hefur hingað til sérhæft sig í myndum sem eru á hreyfingu. Það þýðir að við fullorðnu eigum erfitt með að skilja öll fínheitin sem teiknuð voru nema að að fylgjast nákvæmlega með teikniferlinu og helst skrifa við myndina hvað er hvað. Um daginn kom hann með þessa ofurlitlu mynd sem hann var búinn að vanda sig mikið við að teikna og klippa út: " Mamma, þetta er dúkkan mín".
Sól og krúttlegheit beint í hjartastað.

No comments:

Post a Comment