5.4.15

Gulir, svartir&hvítir páskar

 
Örlítið meira páskaskraut þar sem gulur er með svörtu&hvítu.
 
 
Þessar hillur eru við matarborðið í horni hjá eldhúsinu, mér finnst gaman að raða á þær hinu og þessu.
Bollarnir eru kannski heldur litríkir en við ákváðum að hafa þá svona, hver með sína sögu.
 
 
Ég festi þessi máluðu egg upp með munsturlímbandi.
 
 
Þetta merkispjald má finna fríkeypis til útprenturnar hér.
 
 
Um daginn sýndi ég ykkur pappírspáskaegg á fallegum greinum
 
 
Í gluggakistunni með páskagreinunum eru tvær fallegar skálar.
Þessi stóra gula er ættargóss, svo falleg bara ein og sér.
 
 
Í fallegu tréskálinni sem pabbi minn gerði er meira gult og svart skraut.
 
 
Börkurinn og viðurinn fá að njóta sín
 
 
og gaman að leika sér með skrautið í skálinni.
 
Hafið það gott yfir páskana!

No comments:

Post a Comment