15.4.15

Faðmlag sem hægt er að setja í póst

 
Föðuramma guttans fékk svona upprúllað faðmlag í pósti í afmælisgjöf í ár.
 
 
Prinsinn á bauninni þurfti kodda undir höfuðið á meðan útlínurnar voru strikaðar
 
 
Guttinn fékk svo að lita og skreyta faðmlagið að vild
á meðan ég skráði hjá mér hvað öll strikin og línurnar táknuðu.
 
 
Hann byrjaði að sjálfsögðu á að teikna blóðið í handleggnum, svo teiknaði hann sár og sýndi mér með leikrænum tilþrifum hvernig sárið varð til.
Hinn handleggurinn fékk fingravettlinga, sem kom gat á en var svo lagað.
Það komu líka bláar línur yfir allt en það var vindurinn.
Ljón og api eru líka ómissandi í faðmlagi.
 
Mamman gat ekki stillt sig um að spyrja hvort það væri andlit.
Guttinn tók þetta til greina og skellti í augu, enni (mjög mikilvægt!), hár og líka munn.
Svo leit hann yfir meistaraverkið og hló " Hvar eru fæturnir á mér? Æi, ég teikna þá bara hér."
Og það komu tvo strik á búkinn.
.
Enda vita allir að það er ekkert faðmlag án fóta!
 
 
Þá var að klippa faðmlagið út eins og guttanum fannst hæfilegt.
 
 
Á meðan mamman setti myndirnar og frásögnina af skreytingu faðmlagsins upp í skjal teiknaði guttinn afmæliskort.
 
Við fórum svo í búðina og í heilsudeildinni mátti guttinn velja súkkulaði handa ömmu sinni. Hann átti erfitt meða velja en sá svo tilvalið súkkulaði fyrir ömmu sína. Á pakkningunum var nefnilega mynd af stevíaplöntunni og hann reif það úr hillunni " Aha, súkkulaði með grænmeti, amma ELSKAR grænmeti!"
 
Skemmst er frá því að segja að gjöfin hitti í mark hjá ömmunni, enda ekki amalegt að fá svona persónulegt faðmlag sent í pósti.
 
(Svo ekki sé minnst á súkkulaðið, hún er örugglega ein af fáum í heiminum sem hefur fengið grænmetissúkkulaði!)

2 comments:

  1. Dásamleg hugmynd, ekki slæmt að fá svona persónulega gjöf :)

    ReplyDelete
  2. Yndislegt, þið eruð líka svo skemmtileg, hlýtur að vera mjög gaman hjá ykkur:)
    heppinn amma
    knús Sif

    ReplyDelete