23.4.15

A4 áskorun 2015

 
 
Mér bauðst að taka þátt í skemmtilegri áskorun ásamt öðrum frábærum bloggurum. Við máttum fara í A4 og velja okkur efnivið fyrir ákveðna upphæð og svo að deila útkomunni með ykkur.
Já föndurfrumurnar í mér glöddust mikið yfir þessu!
 
Hinar bloggsíðurnar sem taka þátt eru hver annarri flottari og skemmtilegri. Ég hef deilt færslunum frá þeim á fésbókarsíðunni og þær eru einnig að finna á síðunni hjá A4.
Þessir bloggarar taka þátt:
 
En þá að föndrinu! Ég valdi þessar vörur frá A4:
 
 
Einnig notaði ég mjóan penna, skæri og hvít og brún merkispjöld.
 
 
Á þessari mynd sést hvernig ég klippti sum spjöldin til
 
 
Fallegir stimplarnir fengu að njóta sín á þessu merkispjaldi. Þegar maður stimplar svona er galdurinn að stimla út um allt og passa að stimpla líka "útaf".
 

Þessi spjöld eru afar einföld og auðvelt að bæta við texta sem hæfir.
 
 
Fleiri stimpluð spjöld og eitt með afmælisköku, gerð með pappírslímbandi.
 
 
Fleiri í svipuðum dúr...
Mér fannst fallegt að gera smá mynstur inn í fánalengjuna með pennanum.
 
 
...
 
 
Svo fannst mér þessi límbönd svolítið skemmtileg.
Þau eru úr plasti (eins og venjulegt límband) og koma á handhægum standi.
 
 
Ég skrifaði tvöfalda stafi með pennanum og fannst það hæfa krúttlegu límbandinu vel
 
 
Svona gegnsætt límband nýtur sín vel á hvítum merkispjöldum.
 
 
Þessi límbönd eru úr pappír.
Það er oft skemmtilegt að rífa og auðvelt að losa aftur ef maður vill breyta.
 
 
Mér fannst þau njóta sín sérlega vel með þessum brúnu merkispjöldum.
 
Takk fyrir innlitið!
 
Vörurnar frá A4 í þessari færslu fékk ég að gjöf.

13 comments:

  1. Nú er ég komin í skrapp stuð. Rosa fínt hjá þér.... Decó

    ReplyDelete
  2. Fljótlegt og stílhreint! Vel gert :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er einmitt mín sterkasta föndurhlið, þessi fljótlega og stílhreina, hehe! :-) Takk :-)

      Delete
  3. Anonymous24/4/15 11:44

    Ekkert smá flott!
    Sammála Brynju hér fyrir ofan... er líka komin í algert föndurstuð!!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha, um að gera að föndra smá! takk <3

      Delete
  4. Ótrúlega flott hjá þér...ekki að spyrja að því :)

    ReplyDelete
  5. Ótrúlega flott hjá þér...ekki að spyrja að því :)

    ReplyDelete
  6. Mjöl fallegt og fjölbreytt hjá þér

    ReplyDelete
  7. Jiii ég er búin að skoða þessa færslu svo oft.... fór í A4 í daginn og var næstum búin að kaupa þessa stimpla... en ákvað að hemja mig þangað til ég fer að vinna aftur!
    Ég var að finna fuuuult af yndislegum commentum á blogginu mínu frá þér sem síðan mín hefur ákveðið að væri spam og lét mig ekki einusinni vita! Gvöööð hvað þau glöddu mig - takk fyrir að vera svona dugleg að líta við og extra mikið fyrir að commenta. Finnst svo gaman að lesa þau. <3

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mín var ánægjan, mér finnst sjálfri svo gaman þegar einhver slæsir í athugasemd (eins og þú ert örlát á!) að ég reyni að gera sem mest af því sjálf á öðrum bloggsíðum ;-)

      Delete