23.4.15

A4 áskorun 2015

 
 
Mér bauðst að taka þátt í skemmtilegri áskorun ásamt öðrum frábærum bloggurum. Við máttum fara í A4 og velja okkur efnivið fyrir ákveðna upphæð og svo að deila útkomunni með ykkur.
Já föndurfrumurnar í mér glöddust mikið yfir þessu!
 
Hinar bloggsíðurnar sem taka þátt eru hver annarri flottari og skemmtilegri. Ég hef deilt færslunum frá þeim á fésbókarsíðunni og þær eru einnig að finna á síðunni hjá A4.
Þessir bloggarar taka þátt:
 
En þá að föndrinu! Ég valdi þessar vörur frá A4:
 
 
Einnig notaði ég mjóan penna, skæri og hvít og brún merkispjöld.
 
 
Á þessari mynd sést hvernig ég klippti sum spjöldin til
 
 
Fallegir stimplarnir fengu að njóta sín á þessu merkispjaldi. Þegar maður stimplar svona er galdurinn að stimla út um allt og passa að stimpla líka "útaf".
 

Þessi spjöld eru afar einföld og auðvelt að bæta við texta sem hæfir.
 
 
Fleiri stimpluð spjöld og eitt með afmælisköku, gerð með pappírslímbandi.
 
 
Fleiri í svipuðum dúr...
Mér fannst fallegt að gera smá mynstur inn í fánalengjuna með pennanum.
 
 
...
 
 
Svo fannst mér þessi límbönd svolítið skemmtileg.
Þau eru úr plasti (eins og venjulegt límband) og koma á handhægum standi.
 
 
Ég skrifaði tvöfalda stafi með pennanum og fannst það hæfa krúttlegu límbandinu vel
 
 
Svona gegnsætt límband nýtur sín vel á hvítum merkispjöldum.
 
 
Þessi límbönd eru úr pappír.
Það er oft skemmtilegt að rífa og auðvelt að losa aftur ef maður vill breyta.
 
 
Mér fannst þau njóta sín sérlega vel með þessum brúnu merkispjöldum.
 
Takk fyrir innlitið!
 
Vörurnar frá A4 í þessari færslu fékk ég að gjöf.

15.4.15

Faðmlag sem hægt er að setja í póst

 
Föðuramma guttans fékk svona upprúllað faðmlag í pósti í afmælisgjöf í ár.
 
 
Prinsinn á bauninni þurfti kodda undir höfuðið á meðan útlínurnar voru strikaðar
 
 
Guttinn fékk svo að lita og skreyta faðmlagið að vild
á meðan ég skráði hjá mér hvað öll strikin og línurnar táknuðu.
 
 
Hann byrjaði að sjálfsögðu á að teikna blóðið í handleggnum, svo teiknaði hann sár og sýndi mér með leikrænum tilþrifum hvernig sárið varð til.
Hinn handleggurinn fékk fingravettlinga, sem kom gat á en var svo lagað.
Það komu líka bláar línur yfir allt en það var vindurinn.
Ljón og api eru líka ómissandi í faðmlagi.
 
Mamman gat ekki stillt sig um að spyrja hvort það væri andlit.
Guttinn tók þetta til greina og skellti í augu, enni (mjög mikilvægt!), hár og líka munn.
Svo leit hann yfir meistaraverkið og hló " Hvar eru fæturnir á mér? Æi, ég teikna þá bara hér."
Og það komu tvo strik á búkinn.
.
Enda vita allir að það er ekkert faðmlag án fóta!
 
 
Þá var að klippa faðmlagið út eins og guttanum fannst hæfilegt.
 
 
Á meðan mamman setti myndirnar og frásögnina af skreytingu faðmlagsins upp í skjal teiknaði guttinn afmæliskort.
 
Við fórum svo í búðina og í heilsudeildinni mátti guttinn velja súkkulaði handa ömmu sinni. Hann átti erfitt meða velja en sá svo tilvalið súkkulaði fyrir ömmu sína. Á pakkningunum var nefnilega mynd af stevíaplöntunni og hann reif það úr hillunni " Aha, súkkulaði með grænmeti, amma ELSKAR grænmeti!"
 
Skemmst er frá því að segja að gjöfin hitti í mark hjá ömmunni, enda ekki amalegt að fá svona persónulegt faðmlag sent í pósti.
 
(Svo ekki sé minnst á súkkulaðið, hún er örugglega ein af fáum í heiminum sem hefur fengið grænmetissúkkulaði!)

14.4.15

Þrennt á þriðjudegi #12 Sól í hjartað

 
Á meðan við á Íslandi fáum meira en nóg af fallegum snjó sem við kunnum ekki að meta af því að það er komin apríl þá er ekki svo galið að fá smá  rafræna "sól í hjartað":
 
 
1.
Vinahjón okkar urðu einu barni ríkari um daginn en við höfum ekkert komist til þess að heimsækja þau og dást að ríkidæminu því að þau eru öll búin að vera lasin og við erum líka búin að vera lasin...eins og svo margir aðrir á þessum árstíma. Ég smellti því bara smá sólskini í körfu og kom til þeirra
 
 
Hollusta fyrir líkamann og sálina. Og smáræði fyrir börnin: Baðlitir (svona gjafir sem gleðja og eyðast eru snilld!) og ekki minna snilldarlegur blöðrubolti. Guttinn minn á svona og þetta er mjög sniðugt, svo fyrirferðalítið að það er hægt að skella þessu í vasann og svo er boltinn bara blásinn upp og fjörið byrjar, næstum því hvar sem er því að boltinn er svo léttur.
 
 
2.
Alveg sérlega ljúffengar og hreinlega ómótstæðilega heimabakaðar Bretzel.
Mjúkar.
Ylvolgar.
Saltar og stökkar.
Ef ég gæti sent ykkur eina rafrænt þá myndi ég gera það!
 
 
3.
Guttinn hefur hingað til sérhæft sig í myndum sem eru á hreyfingu. Það þýðir að við fullorðnu eigum erfitt með að skilja öll fínheitin sem teiknuð voru nema að að fylgjast nákvæmlega með teikniferlinu og helst skrifa við myndina hvað er hvað. Um daginn kom hann með þessa ofurlitlu mynd sem hann var búinn að vanda sig mikið við að teikna og klippa út: " Mamma, þetta er dúkkan mín".
Sól og krúttlegheit beint í hjartastað.

5.4.15

Gulir, svartir&hvítir páskar

 
Örlítið meira páskaskraut þar sem gulur er með svörtu&hvítu.
 
 
Þessar hillur eru við matarborðið í horni hjá eldhúsinu, mér finnst gaman að raða á þær hinu og þessu.
Bollarnir eru kannski heldur litríkir en við ákváðum að hafa þá svona, hver með sína sögu.
 
 
Ég festi þessi máluðu egg upp með munsturlímbandi.
 
 
Þetta merkispjald má finna fríkeypis til útprenturnar hér.
 
 
Um daginn sýndi ég ykkur pappírspáskaegg á fallegum greinum
 
 
Í gluggakistunni með páskagreinunum eru tvær fallegar skálar.
Þessi stóra gula er ættargóss, svo falleg bara ein og sér.
 
 
Í fallegu tréskálinni sem pabbi minn gerði er meira gult og svart skraut.
 
 
Börkurinn og viðurinn fá að njóta sín
 
 
og gaman að leika sér með skrautið í skálinni.
 
Hafið það gott yfir páskana!