Gaman að setja svona ofursæta páskakanínu í ramma og breyta til á myndahillunni
Það er kominn tími á færslu með fríu prentefni (e. free printables)
Ó, það er svo mikið til af fallegu efni á veraldarvefnum alveg fríkeypis!
Eina sem þarf er prentari og smá framtakssemi....
Ferlega sætir páskalímmiðar, hægt að nota fyrir næstum allt!
Myndir sem eru töff og krúttlegar á sama tíma...
Ég hef áður deilt þessu með ykkur, en þetta er bara svo krúttlegt að ég varð að gera það aftur!
Allskonar mynstur til að prenta á blöð og gera svo Origami kanínur, skyldi það vera jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera?
Ég hef ósjaldan notað frítt prentefni af þessari fallegu síðu, alls konar góss!
Ef að þið eruð að leita að litríku og gamaldags prentefni þá er þetta staðurinn
Gaman að prenta út svona verkefnablað (fleiri á vefsíðunni) og hafa með páskaegginu hjá gormunum
Fullt af flottum hugmyndum, takk fyrir þetta :)
ReplyDelete