Einhvern óveðursdaginn dunduðum við mæðginin okkur við þessa lest.
Þetta var skemmtilega auðvelt og guttinn gat tekið mikinn þátt. Mér finnst ekki verra að meiri hlutinn af efniviðnum er "rusl" og þetta er því skemmtileg endurnýting.
Fyrst er að mála nokkrar kósettrúllur. Guttinn málaði jafn mikið og honum fannst hæfilegt, bæði utan á og innan í :-)
Svo er að finna hentugan efnivið í "dekk". Hjá okkur urðu gosflöskutappar fyrir valinu og það var nóg að spjalla um þegar við töldum hvað það þyrfti marga tappa - enda heilmikilir útreikingar fyrir guttann!
Svo þurfti að búa til "strompa" og halda þeim föstum í smástund á meðan límið harðnaði.
Þá var að finna bönd til þess að festa lestarvagnana saman. Ég er með poka sem ég geymi öll pakkabönd í og endurnýti og hann kom að góðum notum í þessu verkefni.
Þá er búið að galdra fram svona líka fína lest.
Hún þolir auðvitað ekki mikið hnjask og við höfum nokkrum sinnum límt dekk aftur á, en það er lítið mál.
Guttinn er búinn að dunda sér heilmikið með lestina, setja hluti inn í rúllurnar og flytja og svo notar hann gjarnan litla batteríislest til þess að ýta þessari.
Núna erum við að "safna" fleiri klósettrúllum til að bæta við lestarvögnum og guttinn finnur gosflöskutappa í hverju einustu gönguferð og safnar þeim líka.
Dásamlega krúttlegt :)
ReplyDelete