18.3.15

Hugmyndir að páskaföndri fyrir börn




Gorminum mínum finnst gaman að föndra og oft verður þetta föndurstúss að ljúfum samverustundum hjá okkur.
 
 
Stundum þarf ég að minna mig á að það er ferlið sem skiptir máli en ekki útkoman. Gormurinn velur gjarnan liti sem að mömmunni finnst ómögulegir eða gerir bara eitthvað allt annað en "á" að gera. Þegar allt kemur til alls skiptir það engu máli :-)
 

 
Mestu máli skiptir auðvitað að gormurinn sé ánægður með listaverkið sitt.
Kennarinn í mér gleðst oft yfir góða spjallinu sem við áttum, t.d. um litina, formin, fjöldann, hvað var fyrir ofan og hvað fyrir neðan. Svo ekki sé minnst á hvað hann æfir sig í fínhreyfingum. 
Best er auðvitað þegar gormurinn segir, "já, mamma, ég veit að ég er snillingur!"
 
 
 
Eldri börn segja manni gjarnan ýmislegt sem þeim liggur á hjarta á meðan föndrað er. Það er dýrmætt að geta gefið sér tíma til að hlusta á það, þó að okkur finnist áhyggjuefnin stundum léttvæg.
 
 
 
Við veikindapésarnir ætlum að stytta okkur stundir í dag með smá páskaföndri.
Aldrei að vita nema ég sýni ykkur myndir!
 
p.s. með því að velja efnisorðið "páskar" hér til hliðar getur þú fundið allar páskatengdar færslur á blogginu
 

No comments:

Post a Comment