29.3.15

Blásturs túss og veikinda stúss

 
 
Freistaðist til þess að kaupa þessa blástur-tússpenna og dró þá fram til þess að stytta okkur mæðginum stundir einn veikindastúss daginn
 
 
Mikið fannst guttanum gaman að sjá þetta gerast, bara með því að blása!
 
 
Til urðu svona líka fín afmæliskort
 
 
Það er líka hægt að fá úða áferð með því að lyfta pennanum aðeins frá blaðinu
 (eins og á kortinu sem glittir í fyrir aftan hægra megin)
 
 
Það lífgaði  upp á daginn að dunda við þetta saman.
 

26.3.15

Svart/hvít páskaegg DIY

 
 
Dundaði mér við að einfalt og stílhreint páskaskraut um daginn
 
 
það þarf ekki að vera flókið eða fullkomið
 
 
bara svona fríhendis
(án nokkurra teiknihæfileika, hehemm!)
 
 
Nokkrar páskagreinar í krukku til að fá fallega gula litinn með
 
Eruð þið tilbúin í föndurleiðbeiningarnar?
 
 
Komið!
 
 
svo er bara að dúlla einhver mynstur
 
 
Nota pappír í mismunandi litum
 
 
og penna í mismunandi litum.
 
 
Einfalt&ódýrt

19.3.15

Páskar og prentari

 
 
Gaman að setja svona ofursæta páskakanínu í ramma og breyta til á myndahillunni

Það er kominn tími á færslu með fríu prentefni (e. free printables)
Ó, það er svo mikið til af fallegu efni á veraldarvefnum alveg fríkeypis!
Eina sem þarf er prentari og smá framtakssemi....
 
 
 
Ferlega sætir páskalímmiðar, hægt að nota fyrir næstum allt!
 
 
 
Myndir sem eru töff og krúttlegar á sama tíma...
 
 
 
Ég hef áður deilt þessu með ykkur, en þetta er bara svo krúttlegt að ég varð að gera það aftur!
 
 
 
Allskonar mynstur til að prenta á blöð og gera svo Origami kanínur, skyldi það vera jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera?
 

 
 
Ég hef ósjaldan notað frítt prentefni af þessari fallegu síðu, alls konar góss!
 
 
 
Ef að þið eruð að leita að litríku og gamaldags prentefni þá er þetta staðurinn
 
 
 
 
Gaman að prenta út svona verkefnablað (fleiri á vefsíðunni) og hafa með páskaegginu hjá gormunum
 
 
 

18.3.15

Hugmyndir að páskaföndri fyrir börn




Gorminum mínum finnst gaman að föndra og oft verður þetta föndurstúss að ljúfum samverustundum hjá okkur.
 
 
Stundum þarf ég að minna mig á að það er ferlið sem skiptir máli en ekki útkoman. Gormurinn velur gjarnan liti sem að mömmunni finnst ómögulegir eða gerir bara eitthvað allt annað en "á" að gera. Þegar allt kemur til alls skiptir það engu máli :-)
 

 
Mestu máli skiptir auðvitað að gormurinn sé ánægður með listaverkið sitt.
Kennarinn í mér gleðst oft yfir góða spjallinu sem við áttum, t.d. um litina, formin, fjöldann, hvað var fyrir ofan og hvað fyrir neðan. Svo ekki sé minnst á hvað hann æfir sig í fínhreyfingum. 
Best er auðvitað þegar gormurinn segir, "já, mamma, ég veit að ég er snillingur!"
 
 
 
Eldri börn segja manni gjarnan ýmislegt sem þeim liggur á hjarta á meðan föndrað er. Það er dýrmætt að geta gefið sér tíma til að hlusta á það, þó að okkur finnist áhyggjuefnin stundum léttvæg.
 
 
 
Við veikindapésarnir ætlum að stytta okkur stundir í dag með smá páskaföndri.
Aldrei að vita nema ég sýni ykkur myndir!
 
p.s. með því að velja efnisorðið "páskar" hér til hliðar getur þú fundið allar páskatengdar færslur á blogginu
 

11.3.15

Páskainnblástur

 
Fyrir þá sem finnst gaman að setja upp smá páskadúllerí.
Það þarf ekki að vera mikið til þess að gleðja augað.
 
 
 
 

 

 
 
 

 
 
 
 
 
 
Kannski að maður gefi sér tíma í að skreyta egg með tússpenna eða glimmer?
 
 

1.3.15

Lest úr klósettrúllum

 
Einhvern óveðursdaginn dunduðum við mæðginin okkur við þessa lest.
 
Þetta var skemmtilega auðvelt og guttinn gat tekið mikinn þátt. Mér finnst ekki verra að meiri hlutinn af efniviðnum er "rusl" og þetta er því skemmtileg endurnýting.
 
 
Fyrst er að mála nokkrar kósettrúllur. Guttinn málaði jafn mikið og honum fannst hæfilegt, bæði utan á og innan í :-)
 
 
Svo er að finna hentugan efnivið í "dekk". Hjá okkur urðu gosflöskutappar fyrir valinu og það var nóg að spjalla um þegar við töldum hvað það þyrfti marga tappa - enda heilmikilir útreikingar fyrir guttann!
 
 
 
 
 
Svo þurfti að búa til "strompa" og halda þeim föstum í smástund á meðan límið harðnaði.
 
 
Þá var að finna bönd til þess að festa lestarvagnana saman. Ég er með poka sem ég geymi öll pakkabönd í og endurnýti og hann kom að góðum notum í þessu verkefni.
 
 
Þá er búið að galdra fram svona líka fína lest.
Hún þolir auðvitað ekki mikið hnjask og við höfum nokkrum sinnum límt dekk aftur á, en það er lítið mál.
Guttinn er búinn að dunda sér heilmikið með lestina, setja hluti inn í rúllurnar og flytja og svo notar hann gjarnan litla batteríislest til þess að ýta þessari.
 
Núna erum við að "safna" fleiri klósettrúllum til að bæta við lestarvögnum og guttinn finnur gosflöskutappa í hverju einustu gönguferð og safnar þeim líka.