3.2.15

Þrennt á þriðjudegi # 11 Notaleg samvera

Nokkrar ljúfar hversdagsmyndir í þetta sinn:

 
Baka saman
Litlum höndum finnst fátt skemmtilegra; hjálpa til við að mæla, hnoða, fletja út og auðvitað borða!

 
Það er auðvitað bara ein leið til að taka upp púsluspil sem dettur á gólfið
......með gröfunni!
 
 
Við erum að æfa hljóðin með Mána og Maju þessa dagana og þessi diskamotta er vinsæl.
Frábært hvað það er til af góðu efni fyrir börn og foreldra. Ég get heilshugar mælt með Leikum og lærum og einnig Lubba.
 

No comments:

Post a Comment