25.2.15

FuglamaturÉg rakst á svo skemmtilegar umhverfisvænar hugmyndir um daginn um útfærslur á fuglamat. Ég ákvað að prófa eina útgáfu með guttanum.
 
 
Við fundum til allt sem þurfti og mældum magnið gróflega. Svo var þurrefnunum hrært saman og sett í form. Í öllu þessu gat guttinn tekið virkan þátt.
Ég bræddi svo kókosolíu og setti yfir þurrefnin.
 
Við studdumst við "uppskrift" úr haustblaði íbn sem má finna hér.
 
 
Við fundum snæri sem brotnar niður í náttúrinni (e. biodegradable). Það gerir því ekkert til þó að við komum ekki aftur á staðinn til þess að hirða bandið upp, það brotnar niður í náttúrunni (ólíkt plasti).
 

Við létum "kökurnar" harðna yfir nótt úti á svölum .
 

 
Þetta urðu svona líka fínar og þægilegar fuglamatskökur.
 
 
Við fórum svo í göngutúr og dreifðum góðgætinu í ýmis tré í nágrenninu. Það var sérlega gaman næstu daga á eftir að kíkja hvort að fuglarnir höfðu nartað í.
 
Umhverfisvæn og ódýr hugmynd en umfram allt uppskrift að skemmtilegri samveru með börnum á öllum aldri.
 
Góðar stundir!
 
p.s.
Það er ekki úr vegi að benda á uppáhalds síðurnar mínar tengdri samveru:
 

No comments:

Post a Comment