19.2.15

Bókamerki úr flottum umbúðum 
Kortér í jól föndraði ég bókamerki fyrir systkinabörn sem eru mér afar kær.
 
Hugmyndin var að gefa þeim "kósíkvöld í kassa"  þ.e. jólabíómyndir og nasl en mér fannst vanta eitthvað persónulegt með.
Þar sem ég stóð í búðinni og velti vöngum yfir hvaða nasl ég ætti að kaupa rakst ég á íslenska handgerða lúxus súkkulaðið frá Omnom. Smá smakk og sérlega fallegar umbúðir seldu mér súkkulaðið á nóinu!
 
Þegar heim var komið dúllaði ég svo við bókamerki úr súkkulaðiumbúðunum:
 
 
 
Svona voru bókamerkin að aftan.
("Bók í hönd" er ljóð eftir Þórarinn Eldjárn)
 
 
 
Einhvern veginn svona var svo lokaútkoman á "kósíkvöldi í kassa".
 
 

1 comment:

  1. Þetta er snilldarhugmynd, þarf að finna einhvern til að gefa svona kósíkvöld í kassa :)

    ReplyDelete