18.1.15

Mynsturlímbönd hugmyndir #2


Það er kominn tími á nýja fræslu með allskonar hugmyndum til þess að nota munsturlímbönd! Munsturlímbönd (e. washi tape, masking tape) eru yfirleitt úr hríspappír (ekki plasti) og þau er hægt að nota í flest sem manni dettur í hug.
Mér finnst þau frábær til að þess að lífga upp á hlutina, ekkert mál að taka niður og breyta og kostar lítið.Safnið mitt kemur helst úr Sösterne, Epal og Föndurstofunni en þau fást líka í IKEA, Eymundsson, Tiger, Ebay....Margir kaupa einangrunarteip í byggingarvöruverslunum og nota
(ég veit þó ekki hvernig er að taka það af veggjum upp á límrestar...).

Þið getið fundið aðrar innblástursfærslur og myndir frá mér með munsturlímböndum með því að velja "munsturlímbönd" eða "washi tape" í leitarorðunum hér til hliðar á síðunni.Takk fyrir innlitið

1 comment:

  1. Frábærar hugmyndir, sérstaklega hrifin af origami fuglunum og ísbirninum :)

    ReplyDelete