18.1.15

Mynsturlímbönd hugmyndir #2


Það er kominn tími á nýja fræslu með allskonar hugmyndum til þess að nota munsturlímbönd! Munsturlímbönd (e. washi tape, masking tape) eru yfirleitt úr hríspappír (ekki plasti) og þau er hægt að nota í flest sem manni dettur í hug.
Mér finnst þau frábær til að þess að lífga upp á hlutina, ekkert mál að taka niður og breyta og kostar lítið.



Safnið mitt kemur helst úr Sösterne, Epal og Föndurstofunni en þau fást líka í IKEA, Eymundsson, Tiger, Ebay....



Margir kaupa einangrunarteip í byggingarvöruverslunum og nota
(ég veit þó ekki hvernig er að taka það af veggjum upp á límrestar...).





Þið getið fundið aðrar innblástursfærslur og myndir frá mér með munsturlímböndum með því að velja "munsturlímbönd" eða "washi tape" í leitarorðunum hér til hliðar á síðunni.



Takk fyrir innlitið





1.1.15

Topp fimm árið 2014

Til gamans tók ég saman fimm vinsælustu færslurnar 2014:
 
 
Kennarahjartað mitt er mjög ánægt með þetta :-)
 


 
Ég prentaði út nokkur vel valin spakmæli og setti í umslög fyrir góðar konur, ekki svo galin hugmynd af maður vill gleðja einhvern :-)
 
 
 
 
Er sennilega full langur og óþjáll titill en mér þykir afar vænt um innihald færslunnar. Í ár fengu frændsystkinin myndir úr heimsókninni og öðrum ljúfum fjölskyldusamverustundum í jólagjöf frá okkur.
 
 

 
 
 
Önnur færsla um ljúfa samverustund sem var jólagjöf.

 
 
Ósköp hversdagsleg færsla um hvað það getur lífgað upp á umhverfið að breyta örlítið til, það þarf ekki mikið.
 
 
 
Fyrst ég er byrjuð að rifja upp færslur ársins 2014 er gaman að rifja upp fimm í viðbót sem ég er nú bara dálítið ánægð með:
 
 
 
 
 


 

 

 

 
 

Takk fyrir innlitin, "lækin" og fallegu athugasemdirnar á árinu 2014, hvort sem er hér eða á fésbókasíðunni. 
 
Með glænýtt ár framundan er ekki úr vegi að spyrja lesendur, hvað finnst ykkur skemmtilegast? Er eitthvað sem þið viljið sjá meira af?