27.4.14

Sumarkoma og 2 ára afmæli bloggsins

 
Rósir og rjómi fögnuðu tveggja ára afmæli á sumardaginn fyrsta.
Ég fékk einmitt góðar vinkonur í heimsókn og notaði tækifærið til að smella af nokkrum myndum (reyndar eftir að þær voru farnar, rétt eftir miðnætti, sem skýrir slök myndgæði á sumum myndum!)
 
 
Datt í hug að sýna ykkur almennilega hillurnar hjá matarborðinu.
Á þeim er raðað bráðnauðsynlegum óþarfa og dúlleríi.
Svo hanga bollar heimilisins þar. Fyrst ætlaði ég að kaupa nýja bolla, alla í stíl. Sem betur fer hef ég ekki enn tímt því, hver bolli sem þarna hangir á sér pínulitla sögu og mér finnst gaman að því.
 

Þessi bók á meira en pínulitla sögu. Móðuramma mín sem að var bandarísk átti hana og mamma gaf okkur hana því að maðurinn minn er kokkur. Ef maður klessir nefið í hana má enn finna daufan keim af reykingarlyktinni sem var alltaf hjá ömmu.

 
Veitingarnar þetta kvöldið voru í hollari kantinum. Fyrst ber að nefna þessar hrikalega ljúffengu heilsuhnetur, salt og sætt í einu, það klikkar ekki!
Eins og allt sem ég geri í eldhúsinu er þetta einföld og fljótleg uppskrift:
 
100 gr. pekanhnetur
100 gr. kasjúhnetur
100 gr. möndlur eða valhnetur
2 msk hunang
gott salt
 
Dreifið hnetunum á ofnplötu og hunanginu yfir hneturnar. Setjið inn í 160 gráðu heitan ofn í 7 mínútur. Takið og út og veltið hnetunum betur upp úr hunanginu. Setjið aftur inn í ofn í 15-20 mínútur. Dreifið saltinu yfir í lokin og njótið!
 
 Ég smellti líka í hráfæðisköku sem að glittir á efri mynd, af því að mér fannst uppskriftin svo girnileg. Hún stóð undir væntingum, omm, nomm!
 
Það er afar auðvelt að fá lífrænt ræktuð hráefni í þessar kræsingar í næstu matvörubúð.
 
Í lokin er það svo lauflétt endurnýtingar dúllerí úr sinnepskrukku
 
 
Gleðilegt sumar og takk fyrir innlitið!
 
 
 

20.4.14

Grænn apríl #3 Lífrænn matur og páskagott

 
Hægt en örugglega er ég farin að kaupa meira af lífrænt ræktuðum mat.
Lífræn ræktun er ræktunaraðferð þar sem menn nota ekki verksmiðjuframleidd áburðarefni og kemísk varnarlyf. Áhersla er á skiptiræktun og vernda líffræðilegan fjölbreytileika.
Þannig er lífrænt ræktaður matur betri fyrir umhverfið og um leið betri fyrir okkur.

Fyrst bar ég alltaf saman hvað lífræna varan og sú venjulega kostaði og fussaði "nei, þetta er allt of dýrt!". En núna lít ég öðruvísi á þetta, hugsa um hvað ég og umhverfið græðum á því að ég velji stundum lífrænt þó það kosti aðeins meira. Ég hugsa líka að þetta sé ein af mörgum leiðum fyrir mig til þess að leggja mitt af mörkum að örlítið betri heimi. Ef að við æfðum okkur öll í að kaupa eitthvað lífrænt, þá væru það mörg lítil skref í rétta átt.... og margt smátt gerir eitt stórt (ferlega ánægð með hafa komið málshætti að í þessari páskafærslu!).

Ég byrjaði smátt; haframjöl, rúsínur og olíur.
Svo uppgötvaði ég að í lífrænum tilbúnum mat er miklu minna af allskonar aukaefnum (skringilegu orðin í innihaldslýsingum sem enginn veit hvað er!). Núna kaupi ég lífræna tómatsósu, sinnep (það er sjúklega gott!), hnetusmjör og líka heilhveitipasta (miklu bragðbetra en hvítt pasta!).


Ég kaupi meira að segja lífrænt laugardags- spari- morgunkorn. Innihald: hrísgrjón, ljós hrásykur, kókoshneta, kakó. Sykur, já. Kalóríur, já. Fullt af torskildum orðum, nei. Bragðgott, ó já!

Sem betur er er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænt ræktaðar matvörur í matvöruverslunumog því fátt því til fyrirstöðu að setja eitthvað lífrænt ræktað ofan í körfuna í næstu búðarferð.

 
Í lokin datt mér í hug að sýna ykkur hvað það getur verið auðvelt að velja alltaf grænni kostinn:

 
 
Þetta páskagott fékk mágkona mín í dag í páskaeggjaleit fjölskyldunnar. Hún þolir hvorki mjólk né kakó.
Hún fékk poka með:
  • nammihlaupi,
  • hættulega góðum heilsuhnetum (meira um þær síðar) og
  • þurrkað mangó (lífrænt ræktað og sanngirnisvottað).
Gotteríinu var pakkað í pappírspoka (endurvinnanlegir) með bómullarböndum (brotna auðveldlega niður í náttúrunni).
 
Ég splæsti svo í þetta æðislega páskakort (prentað á pappír úr sjálfbærum skógum) sem má nálgast ókeypis hér.
 
Gleðilega páska!


14.4.14

Grænn apríl #2 Lífræn bómull

 
 
 
Í dag langaði mig að benda ykkur á hvað það er auðvelt að velja oftar vörur úr lífrænni bómull.  Lífræn bómull er betri fyrir umhverfið því að mikið er notað af eiturefnum við ræktun bómullar, áhugasamir geta m.a. lesið um það hér.
 
Það eru margir á Íslandi að selja vörur úr lífrænni bómull eins og:
 
 
 þægileg og flott barnaföt sem henta fyrir bæði kynin
 
 
 
 
er fyrirtæki sem að prentar á boli fyrir fullorðna og börn, grafíkin er einstaklega skemmtileg. Mér finnst fyndið að skrifa fiskibolla á ungbarnasamfellu og flott mynda tófuna úr öðrum orðum yfir tófuna. Ekki spillir fyrir að flíkurnar eru úr lífrænni bómul og þau þrykkja allar myndirnar sjálf með endingargóðum en eiturefnalausum litum.
 

 
 

 
 
prentar einstaklega fallegar og krúttlegar samfellur sem eru úr lífrænni bómull OG með Fair trade vottun.
 
 
Það fást líka ýmis erlend merki hérna á klakanum sem eru úr lífrænni bómull
 
 
 
þarf ekki að kynna fyrir verslunarglöðum Íslendingum. Færri vita að þar er oft gott úrval af flíkum úr lífrænni bómull, bæði fyrir börn og konur.
 
 
Ég reyni t.d. að kaupa sokka og nærföt (sérstaklega á guttann) úr lífrænni bómull, hvort sem er í Lindex hérna heima eða í H&M eða C&A í Þýskalandinu.

 
Ég tók þessar myndir af alþjóðlegu síðunni þeirra, þar er auðvelt að finna allt sem er úr lífrænni bómull.

 

 
þarf heldur ekki að kynna fyrir Íslendingum. Ég er afar hrifinn af vönduðu vörunum frá þeim, ég kýs að eiga færri föta á guttann en vandaðri (oft hægt að gera góð kaup á útsölu!). Ekki spillir fyrir að þar er gott úrval af vörum úr lífrænni bómull.
 
 
 
 

Ekki má gleyma vefversluninni
en þau leggja einmitt áherslu á að vera með vörur úr lífrænni bómull  og Fair Trade.
 
 
 
 

selur Fair Trade vottuð jógaföt úr lífrænni bómul. Hér má lesa pistil þeirra "Þú ert það sem þú klæðist" um mikilvægi umhverfisvæns fatnaðar.
 
 
Vonandi hefur mér tekist að sýna ykkur fram á hvað það er orðið auðvelt að nálgast vörur úr lífrænni bómull, sérstaklega barnaföt. Og ég vona að þið veljið grænni kostinn næst þegar að ykkur vantar flík eða kannski bara góða hugmynd að fallegri og nytsamlegri gjöf!

 
 
 
 
 
 
 

10.4.14

Grænn apríl #1 KERTI


 
Ég nota kerti oft og mikið.
Þau geta gert gæfumuninn í að skapa stemningu.
Ég tengi kerti og kertaljós við hlýleika, notalegheit og stundum hátíðleika.
 
Mér skilst að það sé ekki sama úr hverju kertin eru gerð og á vef Umhverfisstofnunar má finna eftirfarandi fróðleik:
 
Þegar versla á kerti er um margt að velja. Hægt er að velja mismunandi liti, stærð og lögun en auk þess eru umhverfisáhrif kertanna mismikil. Flest kerti eru framleidd úr hráolíuafurðum (yfirleitt parafíni) sem mynda koltvíoxíð þegar þau brenna. Því hafa slík kerti áhrif á loftlagsbreytingar, rétt eins og olía og gas. Auk þess eru umhverfisáhrif hráefnavinnslunnar umtalsverð.

Kerti úr náttúrulegum afurðum eru betri fyrir umhverfið. Meðal þeirra náttúrulegu efna sem notuð eru í kerti eru sojavax, býflugnavax, tólg og stearín sem er unnið úr dýrafitu. Nokkrir íslenskir aðilar framleiða kerti úr endurunnum kertaafgöngum og er það án efa betra fyrir umhverfið. Ilmefni eru alltaf varhugaverð í neytendavörum, líka í kertum þar sem þau geta valdið ofnæmi.

Auðveld leið til að velja umhverfisvænt er að velja Svansmerkt. Svanurinn hefur þróað viðmið fyrir kerti en Svansmerkt kerti þurfa að vera gerð úr meira en 90% endurnýjanlegu hráefni. Auk þess eru gerðar kröfur til hámarks leyfilegrar sótmengunar frá kertunum og ilmefni ekki leyfð. Umbúðir þurfa einnig að uppfylla umhverfiskröfur.

 
Umhverfisglaða ég hugsaði að núna ætlaði ég alltaf að muna eftir að kaupa umhverfisvænni kertin en þegar ég stóð í einhverri búðinni gat ég ómögulega munað hvort var betra stearín eða parafín, eða hvað sem þetta heitir!
 
Svo uppgötvaði ég að Duni er með svansmerkt kerti og þau fást í flestum matvörubúðum. Þannig að ég byrjaði að kaupa þau stundum.
 
Það er misjafn hversu vel kertin í IKEA eru merkt í búðinni en á heimasíðunni má alltaf sjá hvort að kertin eru úr stearíni eða parafíni.
 
Núna þegar ég sé kerti hef ég næstum því meiri áhuga á hvað stendur á límmiðanum á botninum á þeim heldur en útlitinu. Næstum.
 
 
 
Fyrir þá sem vilja ekki kerti úr dýrafitu má benda á kerti út soja- eða býflugnavaxi. Ef þið vitið hvar slík kerti fást megið þið gjarnan segja mér og öðrum frá því í athugasemdum.
 
 
 
Ég hef sett mér það markmið að velja umhverfisvænni kerti þegar ég splæsi í kerti, en að sjálfsögðu nota ég áfram þau kerti sem ég á, það er varla betra fyrir umhverfið að henda þeim ónotuðum eða hálfnotuðum í ruslið.
 
Svo má skila öllum kertaafgöngum í Sorpu (eða á afgreiðlsustöðvar Olís) þar sem þau eru endurnýtt í kertagerð.
 

7.4.14

Grænn apríl


Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að núna er grænn apríl. Ég ætla að tileinka mér viðhorf átaksins: "GRÆNN APRÍL gefur þér tækifæri til að draga fram allt það "græna" í fari þínu og athöfnum - og minnir þig á að velja alltaf "grænni kostinn" þegar hann er í boði".

 
Manni geta fallist hendur þegar maður les fréttirnar um umhverfisáhrif okkar mannanna á jörðinni en sem betur fer getum við öll gert eitthvað í málinu. Mig langar til þess að leggja mitt af mörkum með því að deila með ykkur því sem að ég hef lært og tileinkað mér í þessum efnum.
 
 
 Við getum nefnilega öll lagt eitthvað af mörkum. Maður velur sér eitthvað til þess að byrja á og þegar maður er búin að tileinka sér það getur maður bætt sig frekar, skref fyrir skref. Þannig æfum við okkur í að velja alltaf grænni kostinn þegar hann er í boði.
 
 
Ég er enginn sérfræðingur í þessum málum en ég er afar áhugasöm og er alltaf að læra eitthvað nýtt, taka lítil græn skref í rétta átt. Vonandi verða skrif mín núna í apríl einhverjum öðrum hvatning til þess að taka nokkur græn skref.
 
Ég hlakka til!
 
P.S.
fyrir áhugasama bendi ég á Fésbókarsíðu Græns apríls