31.12.14

Þrettán á þriðjudegi # 10 jólin 2014

 
Þegar maður gefur sér ekki tíma til að blogga á aðventunni safnast ýmislegt upp, þess vegna er lúxusfærsla í dag með þrettán myndum.
 
 
Frábært þegar hlutirnir koma í svo fallegum kössum að það þarf bara að setja borða utan um. Og hitt fer bara í sætan poka. Sannkölluð hraðinnpökkun!

 
Klippti ofurlitla grein og límdi á merkimiða.
 
 
Guttinn er glysgjarnari en mamman. Hann fékk að velja pappírinn, klippti hann með aðstoð og límdi límböndin. Vildi svo fá að skreyta með jólalímmiðum og velja merkimiða.
 
 
Fjölskyldan hittist til að skreyta piparkökur.

 
Hjá litlum gormum voru kökurnar svona fínar

 
og hjá þeim eldri svona.

 
Og við skreyttum piparkökuhús, gormunum til mikillar gleði.
 
 
Það var jólalegt og fallegt veðrið í desember
 

Jólamaturinn.
Sem betur fer er maðurinn minn atvinnukokkur, því að ég vildi hamborgarahrygg, hann vildi svínalundir (sem mér sýnist vanta á myndina) og M&P vildu hnetusteik.....og svo auðvitað tvennskonar sósur og kartöflur, heimalagað rauðkál, þrjár tegundir af salati .....
 
 
og við borðuðum á okkur gat!
 
 
Þetta var ein af vinsælli jólagjöfunum, enda skemmtilegt og einfalt spil fyrir unga sem aldna

 
 
 
Þetta nasl er sjúklega gott, Philadelpia rjómaostur, sweet chilli sósa yfir. Borið fram með nachos. Hugmynd fyrir gamlárs?

1 comment:

  1. Skemmtilegar myndir og greinilega kósí jól hjá ykkur :) Gleðilegt nýtt bloggár :)

    ReplyDelete