9.12.14

Þrennt á þriðjudegi #9 Á aðventu

 
Eins og lesendur mínir vita fékk maðurinn inn bjórdagatal frá mér í ár sem vakti mikla lukku. Hann opnar það gjarnan á kvöldin og laumar svo einhverjum sætum mola í pokann og réttir mér (talandi um að endurnýta!). Hann kom mér samt á óvart einn daginn og kom heim með fagra rós. Því birtist hérna fyrsta myndin af rós á bloggsíðu sem að heitir Rósir og rjómi.
 
 
Í yndislegu vetrarveðri er fátt betra en að ylja sér með heitum drykk. Ég gæti alveg drukkið heitt kakó á hverjum degi en af skynsemisástæðum mæli ég með þessi tei, jólalegur kryddkeimur en ekki of sterkur. Það skemmir ekki fyrir að teið er lífrænt og sanngirnisvottað.
 
 
Við mæðgurnar hittumst um daginn og skelltum í sörur. Við ákváðum að prófa það sem "allir" eru að tala um, Þetta er svo sannarlega fljótlegra en þar sem við vorum þrjár fór mestur tími í að bíða eftir að hvert lag kólnaði. Niðurstaðan úr þessari tilraun er því að þetta sé sniðugt þegar maður er einn að baka en af margir eru að baka saman er skemmtilegra og fallegra að gera sörurnar á hefðbundinn máta. Sörurnar bragðast þó ávallt vel, sama hvor aðferðin er valin.

No comments:

Post a Comment