2.12.14

Bjórdagatal

 
 
Ég og maðurinn minn höfum stundum gert jóladagatöl fyrir hvort annað og í ár ákvað ég að vera ótrúlega góð eiginkona og splæsa í bjórdagatal.
 
Ég arkaði í Vínbúðina og keypti hvorki meira né minna en 18 mismunandi tegundir af jólabjór og svo uppáhaldsbjórtegundir mannsins míns. Konan sem var á kassanum á undan mér var greinilega líka í sömu erindagjörðum og ég, enda sennilega fáir sem annars kaupa 24 staka bjóra! 

 
Ég notaði bréfpoka úr Vínbúðinni til þess að pakka þeim inn
 
 
Tölustafina má finna fríkeypis til að prenta út hérna.
 
 
Stundum skreytti ég smá með tússpenna
 

Ég fléttaði meira að segja eitt bandið...
 
 
Bjórdagatalið 2014

3 comments:

 1. ótrúlega sniðugt og flottir pokarnir hjá þér:) minn maður hefði nú líka verið ánægður með þetta:)
  knús Sif

  ReplyDelete
 2. p.s mér finnst orðið fríkeypis alveg yndislegt:)
  /Sif

  ReplyDelete
 3. Ferlega flott hjá þér, hann er væntanlega himinlifandi með þetta :)

  ReplyDelete