19.11.14

Þrennt á þriðjudegi #8 Grænt og vænt

Nokkrir grænir og umhverfisvænir hlutir frá síðustu viku sem mig langaði til að deila með ykkur.
 
 
Ég kaupi stundum lífræna sápu, en ekki alltaf þar sem hún er mjög dýr. Þá kaupi ég svona svansmerktar sápur og smelli nokkrum ilmdropum út í til að fá góða lykt. Eða kannski að "unaðslegur ilmur" lýsi því betur?

 
Ég er dekruð af tengdamömmu minni og fæ iðulega svona æðislegar lífrænar snyrtivörur í afmælisgjöf. Sérlega góð gjafahugmynd!
 
 
Rakst á þennan umhverfisvæna tannbursta um daginn sem er ekki búinn til úr plasti heldur maís sterkju. Spennandi hugmynd til þess að minnka plastnotkun.
 

No comments:

Post a Comment