24.11.14

Laufabrauðsbakstur

Þar sem fyrsti í aðventu nálgast óðfluga kemur fyrsta jólatengda færsla þessa árs um ljúfan laugardag með stórfjölskyldunni þar sem laufabrauð voru skorin út og steikt. Ég notaði tækifærið og tók nokkrar fallegar myndir fyrir heimasíðuna hans pabba en hann gerir fallegu laufabrauðsjárnin sem sjást á myndunum.
 
 
Útvarpið sem að langafi minn fékk þegar hann var áttræður var dregið fram úr geymslunni og naut sín í bakgrunni. Jólakúlurnar eru frá æskujólum mömmu minnar og alveg hreint sérlega fallegar.
  
 
En aðallega var ég að mynda laufabrauðsjárnin og skemmti mér vel við að dúlla við uppstillingar
 
 
Eins og þessi fallegu lúnu box
 
 
eða þessar sígildu gömu matreiðslubækur

 
Þessi uppstilling er alveg sérlega krúttleg, þetta er uppskriftabókin hennar mömmu og einhver bræðra minna sem var nýbúinn að læra að skrifa sá sig knúinn til að bæta mikilvægu innihaldsefni við, enda vita allir að tveir apar gera gæfumuninn í öllum bakstri!
 
 
 
Mér fannst ótúrlega gaman að prófa mig áfram með mismunandi gróf járn, niðurstaðan var sú að það væri bæði betra!

 
Best var þó lokaútkoman, stafli af ljúffengu, nýsteiktu og stökku laufabrauði
 
 
Okkur fannst ekki amalegt að skola því niður með smá jólablandi
 
  

2 comments:

  1. mmmmmm....girnilegt :) Styttist í laufabrauðsdaginn okkar, ómissandi þáttur í undirbúningu jólanna :)

    Kveðja
    Kristín

    ReplyDelete
  2. Vá hvað þetta eru flott laufabrauðsjárn hjá honum pabba þínum, ég er búin að kíkja á heimasíðuna hans, svo flottar myndir hjá þér:)
    kveðja Sif

    ReplyDelete