27.11.14

Jólapappír og jólapokar

 
 
Smá jóladúllerí með guttanum
 
 
Stundum kemur hann til mín og biður um að fá að mála og um daginn gerðum við einmitt það áður en hann fór upp í rúm (og ég eyddi dágóðum tíma í að þrífa málninguna af borðinu því að ég gleymdi að setja eitthvað undir!)
 
 
Við notuðum piparkökumót úr "eldhúsinu hans" og hann var ótrúlega lunkinn við að setja málningu á kantana til þess að stimpla
 
 
 
Útkoman var svona allskonar, hann stimplaði, ég stimplaði og hann málaði eitthvað voða fínt. Hann valdi sjálfur litina, ég hefði vafalaust valið öðruvísi liti, en hann var svo ánægður með þetta!
 
 
Næsta kvöld mundi ég allavegana eftir að setja dagblað undir!
 
 
Það voru miklar og skemmtilegar pælingar um liti og litablöndun
 
 
Annars var bara málað á pokana eins og innblásturinn bauð
 
 
og auðvitað endað á glimmeri að ósk guttans.
 

1 comment:

  1. Skemmtileg hugmynd að dúlleríi með krílunum :)

    ReplyDelete